Saltfisksalat

Saltfisksalat SALAT SALTFISKUR EKTAFISKUR HAUGANES ELVAR fiskisalat fisksalat fiskisalat
Saltfisksalat

Saltfisksalat

Saltfiskveislan heldur áfram, salat með saltfiski er alveg ótrúlega gott og má vel mæla með í næstu veislu – þetta er ekki síðra en gott túnfisksalat eða rækjusalat. Eins og áður er það gæða saltfiskur frá Ektafiski.

💛

6/7 Miðjarðarhafið 

💛

EKTAFISKURSALTFISKURSNITTUR — SALÖT HAUGANES — MIÐJARÐARHAFIÐTÚNFISKSALÖTRÆKJUSALÖT

💛

Saltfisksalat

600 g soðinn saltfiskur
4 dl mjólk
1 ds sýrður rjómi
3/4 b mæjónes
3-4 hvítlauksrif, söxuð smátt
1/2 tsk pipar, smá cayenne.

Sjóðið saltfiskinn í mjólk og kælið. Takið roðið af og stappið með gaffli, ekki mjög smátt, ekki er verra að finna fyrir saltfiskbitum undir tönn.

Blandið sýrðum rjóma, mæjónesi, hvítlauk, hvítlauk og kryddi saman í skál og hrærið saltfiskinn út í.  Hlutföllin er nokkuð frjálsleg. Gott er að láta salatið standa yfir nótt.

💛

EKTAFISKURSALTFISKURSNITTUR — SALÖT HAUGANES — MIÐJARÐARHAFIÐTÚNFISKSALÖTRÆKJUSALÖT

SALTFISKSALAT

💛

Saltfisksalat. Færslan er unnin í samvinnu við  Ektafisk
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kínóa- og grænmetissúpa – hin mesta dásemdarsúpa

Kínóa- og grænmetissúpa.  Margrét Jónsdóttir eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo bauð til veislu á dögunum, fyrst var þessi súpa frá Perú þá íranskur kjúklingaréttur og loks ...mangóeftirréttur. Allt ómótstæðiega gott.

Mikið lifandis ósköp fer kínóa vel í maga, svo skemmir það nú ekki upplifunina að kínóa er bráðhollt. Þessi dásemdarsúpa er jafnvel ennbetri daginn eftir.

Draumaterta – algjörlega dásamlega góð

Draumaterta

Draumaterta. Í aldarafmæli ömmu og áttræðisafmæli pabba komu ættingjarnir með góðgæti á hlaðborð - allir bjóða öllum til veislu. Ó þessi fjölskylda er svo myndarleg í eldhúsinu og tekur líka hraustlega til matar síns.