Ítölsk saltfisksúpa

Ítölsk saltfisksúpa ítalía Trastevere róm ítalskur matur súpa súpur saltfiskur ektafiskur hauganes elvar anna sigríður einarsdóttir miðjarðarhafið
Ítölsk saltfisksúpa

Ítölsk saltfisksúpa

Í einni af mörgum matarferðum til Rómar gaf Anna Sigríður Einarsdóttir, sem var með í ferðinni, okkur bók með uppskrifum frá Trastevere hverfinu í Róm. Og eins og áður: gæða saltfiskur frá Ektafiski.

🇮🇹

7/7 Miðjarðarhafið – Ítalía

🇮🇹

EKTAFISKURSALTFISKUR ÍTALÍAANNA SIGRÍÐURSÚPURHAUGANES —  MIÐJARÐARHAFIÐ

🇮🇹

Ítölsk saltfisksúpa

500 g saltfiskur
300 g kartöflur
1 carlottulaukur
1-2 hvítlauksrif
1 msk saxað chili
3-4 msk olía
3 tómatar
1 ds niðursoðnir tómatar
1 dl ólífur

(salt) og pipar

Saxið laukinn og léttsteikið í olíunni, bætið við söxuðum hvítlauk og chili. Saxið tómatana og bætið við ásamt tómötum úr dós. Afhýðið kartöflurnar og skerið í bita. Bætið við ásamt um 1/2 l af vatni (eða meira) og látið sjóða í um 20 mín eða þangað til kartöflurnar eruð soðnar. Skerið saltfiskinn í bita og við ásamt ólífum. Sjóðið í nokkrar mínútur.  Saltið (ef þarf) og piprið.

🇮🇹

EKTAFISKURSALTFISKUR ÍTALÍAANNA SIGRÍÐURSÚPURHAUGANES —  MIÐJARÐARHAFIÐ

ÍTÖLSK SALTFISKSÚPA

🇮🇹

Ítölsk saltfisksúpa. Færslan er unnin í samvinnu við Ektafisk
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mokkaterta

MOkkaterta

Mokkaterta. Sumar tertur verða betri daginn eftir. Áður hef ég nefnt hér að hrátertur verða alltaf betri, svei mér þá. Þessi tera er mun betri daginn eftir og því kjörin fyrir þá sem hafa ekki svo mikinn tíma. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og var annars vegar með Hnetuböku og svo þessa bragðgóðu Mokkatertu - það þarf varla að taka það fram að báðar kláruðust.

Lax undir krydduðu grænmeti

Lax

Lax undir krydduðu grænmeti. Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt. Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen)

Hollenskt jólabrauð (Kerststollen). Soffía Vagnsdóttir setti inn mynd á fasbókina af girnilegu hollensku jólabrauði sem eiginmaður hennar bakaði. Ljúflega tóku þau hjónin í að deila uppskriftinni „Þær eru margar gómsætu uppskriftirnar sem hann Roland minn hefur fært inn í okkar tæplega 30 ára búskap. Reyndar er hann svo góður matreiðslumeistari að ég hef fundið mig knúna til að hverfa að verulegu leyti úr eldhúsinu nema til að vaska upp og taka til eftir matinn. Ég gæti aldrei toppað það sem hann getur galdrað og oft úr engu, svei mér þá. Hann er með þetta í puttunum, veit hvaða hráefni passar með hverju, þekkir skammtana (jafnvel þó Íslendingar þurfi miklu stærri skammta en aðrar þjóðir☺) og kann að bera fallega fram.

Fyrri færsla
Næsta færsla