Frækex RL
Frækex með rifnum osti er kjörið sem millimál. Kexið var í boði í eftirminnilegu föstudagskaffi í Þelamerkurskóla í Hörgárdal.
.
— FRÆKEX — HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFI — RAGNHEIÐUR LILJA —
.
Frækex RL
2 dl sólblómafræ
2 dl graskersfræ
2 dl hörfræ
2 dl sesamfræ
2 dl chiafræ
2 dl möndlumjöl
2 dl Husk
4 dl sjóðandi vatn
½ dl olía
1/2 tsk salt
Rifinn ostur
Gróft salt
Öllu blandað vel saman með sleif og þjappað á bökunarplötu. Passa að hafa ekki of þykkt.
Rifnum osti dreift yfir og því næst grófu salti
Bakað við 150° í 40-50 mín. Skellið á undirhita ef osturinn fer að dökkna of mikið.
Brjótið og njótið 🙂
.
— FRÆKEX — HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFI — RAGNHEIÐUR LILJA —
.