Frækex RL

Frækex RL
Frækex RL

Frækex RL

Frækex með rifnum osti er kjörið sem millimál. Kexið var í boði í eftirminnilegu föstudagskaffi í Þelamerkurskóla í Hörgárdal.

.

FRÆKEX — HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFI — RAGNHEIÐUR LILJA

.

Frækex RL

2 dl sólblómafræ
2 dl graskersfræ
2 dl hörfræ
2 dl sesamfræ
2 dl chiafræ
2 dl möndlumjöl
2 dl Husk
4 dl sjóðandi vatn
½ dl olía
1/2 tsk salt

Rifinn ostur
Gróft salt

Öllu blandað vel saman með sleif og þjappað á bökunarplötu. Passa að hafa ekki of þykkt.
Rifnum osti dreift yfir og því næst grófu salti
Bakað við 150° í 40-50 mín. Skellið á undirhita ef osturinn fer að dökkna of mikið.

Brjótið og njótið 🙂

Hluti af starfsfólki Þelamerkusskóla, nokkur voru önnum kafin. Aftari röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli Rúnar Ólafson, Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Halla Björk Þorláksdóttir.

.

FRÆKEX — HÖRGÁRDALUR — AKUREYRI – FÖSTUDAGSKAFFI — RAGNHEIÐUR LILJA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað

HotelHildibrand

Kaupfélagsbarinn í Neskaupstað. Á Hildibrand hótelinu í Neskaupstað er veitingastaðurinn Kaupfélagsbarinn sem er með þeim bestu á landsbyggðinni. Gamla kaupfélagshúsinu á staðnum var breytt í hótel og á jarðhæðinni er Kaupfélagsbarinn. Hönnunin er til fyrirmyndar og á veggjum minnir eitt og annað á blómatíma Sambandsins. Við fengum okkur blandaða fiskrétti og skyrmús og ís á eftir. Satt best að segja urðum við orðlaus yfir matnum, svo góður var hann. Á meðan við nutum matarins kom Hákon hótelstjóri með fangið fullt af nýuppteknu grænmeti sem hann ræktar sjálfur fyrir veitingastaðinn. Stórfínn veitingastaður sem vel má mæla með.

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi

Hulda Steinunn

Súkkulaðikaka með saltkaramellusmjörkremi. Úrvals hæfileikafólk leynist í mörgum eldhúsum, þó fari kannski ekki alltaf mikið fyrir því. Hulda Steinunn frænka mín er afar listræn og hugmyndarík. Hún hélt kaffisamsæti á dögunum og bauð þar upp á þessa dásamlegu súkkulaðitertu. Saltkaramellukremið er svo gott að þið ættuð a.m.k. að hugleiða að útbúa ríflega uppskrift af því (lesist: tvöfalda) - þetta er svona krem sem ekki er nokkur leið að hætta að borða...