Föstudagskaffi í Þelamerkurskóla

súrdeigsbrauð rúllupylsa Frækex hráterta hrákaka súkkulaðiterta Hollar nammikúlur karamellusósa karamellukrem karamella Eplanachos döðlukaka döðluterta hörgárdalur hörgársveit röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli, Rúnar Ólafson Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson , Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Halla Björk Þorláksdóttir.
Hluti af starfsfólki Þelamerkusskóla, nokkur voru önnum kafin. Aftari röð f.v.: Margrét Óladóttir, Hulda Arnsteinsdóttir, Berglind Vala Valdimarsdóttir kennaranemi, Óli Rúnar Ólafson, Anna Rósa Friðriksdóttir, Ragna Baldvinsdóttir, Sindri Snær Konráðsson og Sigríður Guðmundsdóttir. Fremri röð f.v. Kolbrún Eva Pálsdóttir, Anna Rós Finnsdóttir, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir og Halla Björk Þorláksdóttir.

Föstudagskaffi í Þelamerkurskóla

Í Þelamerkurskóla í Hörgársveit er eitt metnaðarfyllsta föstudagskaffi sem ég hef komist í. Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri, sem nokkrum sinnum hefur komið hér við sögu áður, tók vel í að kanna hjá sínu fólki hvort þau vildu deila herlegheitunum á alberteldar. Þau létu ekki segja sér það tvisvar og úr varð stórglæsilegt föstudagskaffi.

HÖRGÁRDALURAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFIRAGNHEIÐUR LILJA

.

Eplanachos

Eplanachos

Epli skorin í skífur, raðað fallega á platta og sítrónu- eða limesafi settur yfir – svo þau haldist fersk.
Súkkulaði brætt (ég notaði suðusúkkulaði með karmellukurli og sjávarsalti), og möndlusmjöri síðan bætt við það svo það bráðni saman við.
Súkkulaðinu er svo helt yfir eplin og því næst er kókosi og ristuðum kókosflögum dreift yfir.
Það er hægt að nota hnetusmjör í staðinn fyrir möndlusmjör og eins er hægt að nota í raun hvaða súkkulaði sem er eða breyta til í því sem dreift er yfir í lokin.

Döðlukaka

Döðlukaka

235 gr döðlur
1 tsk matarsódi
120 gr smjör (mjúkt)
5 msk sykur
2 stk egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropa
1 ⅓ tsk lyftiduft.

Döðlur settar í pott og vatn látið fljóta yfir. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu aðeins að malla. Láta standa i 3 mín. og bæta þá matarsóda við. Þeyta smjör og sykur vel saman, bæta við einu og einu eggi, svo hveiti, salti og vanilludropum. Loks lyftidufti út í ásamt helmingnum af döðlumaukinu fyrst og svo er restin af maukinu sett útí. Smyrja vel 24 cm form. Bakist við 180˚ í ca 30-40 mín.

Karamellusósa

120 gr smjör
115 gr púðursykur
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

Allt sett saman i pott og láta suðuna koma upp,lækka og hræra reglulega í pottinum.

 

Hollar nammikúlur

Hollar nammikúlur
-Þessar þarf ekki að baka, bara stinga inn í ísskápinn- (sirka 20 stk):

2 dl möndlur
2 1/2 dl ferskar döðlur (eða 10 döðlur – mikilvægt að taka steininn úr! )
1 kúffull msk möndlusmjör
1 tsk hlynsíróp eða agave sýróp
2 tsk kakó
1/5 tsk salt

Hjúpur:
100 g suðusúkkulaði
1/2 tsk kókosolía
saltflögur

Aðferð:
Settu möndlurnar í matvinnsluvél.
Hakkaðu möndlurnar þar til þær eru orðnar að kurli.
Settu döðlurnar (án steina) í matvinnsluvélina og blandaðu.
Bættu kakó, salti, sýrópi og möndlusmjöri út í og maukaðu vel saman.

Búðu til litlar kúlur úr deiginu.
Settu kúlurnar á disk og geymdu í ísskáp í 30-60 mín.

Hjúpur:
Bræddu súkkulaðið og hrærðu kókosolíunni saman við í pottinum.
Veltu kúlunum upp úr súkkulaðinu og raðaðu þeim á disk.

Það er gott að setja bökunarpappír undir svo þær festist ekki við diskinn.
Stráðu saltinu yfir súkkulaðið að lokum.
Geymdu kúlurnar í ísskáp í allavega 30 mínútur svo súkkulaðið nái að harðna vel.

Frækex RL

Frækex RL

2 dl sólblómafræ
2 dl graskersfræ
2 dl hörfræ
2 dl sesamfræ
2 dl chiafræ
2 dl möndlumjöl
2 dl Husk
4 dl sjóðandi vatn
½ dl olía
1/2 tsk salt

Rifinn ostur
Gróft salt

Öllu blandað vel saman með sleif og þjappað á bökunarplötu. Passa að hafa ekki of þykkt.
Rifnum osti dreift yfir og því næst grófu salti
Bakað við 150°C í 40-50 mín. Skellið á undirhita ef osturinn fer að dökkna of mikið.

Brjótið og njótið 🙂

Allra besta hráfæðikakan

Allra besta hráfæðikakan

150 g möndlur
20 stk döðlur, steinlausar
2 msk kókosolía
1 tsk vanilludropar
3 msk sterkt kaffi
⅔ dl kókosflögur
2 msk kakó
Hnífsoddur salt
150 g dökkt súkkulaði

Byrjið á að rista möndlur í 225°C heitum ofni í um 10 mínútur. Hrærið af og til í blöndunni. Takið út og kælið.
Setjið döðlur, kókosolíu, kaffi, kakó, kókosflögur, salt og vanilludropa saman í matvinnsluvél og blandið vel saman. Grófsaxið möndlurnar og bætið þeim saman við.
Mótið kökuna á kökudiski.
Bræðið súkkulaði og hellið yfir kökuna. Kælið í smá stund.

Berið fram og njótið!

Huldu súrdeigsbrauð

Huldu súrdeigsbrauð

Ca 250 gr volgt vatn
150 gr súr
15 gr salt
50 gr heilhveiti
50 gr korn
Ca 400 gr hveiti

Allt sett í sömu skál, blandað saman með sleif. Leyfa því að taka sig á bekknum fram að háttatíma, skella þá í form með bökunarpappír undir, poka yfir og inn í ísskáp. Ekkert flókið við þetta!

Ég baka brauðið alltaf í lokuðum potti, svona svörtum eins og lærin eru steikt í. Ef þú bakar í ofninum þá hef ég hann ca 200°C heitan. Taka svo lokið af pottinum eftir ca 45 mín og baka áfram þangað til þér líst á brauðið.

Heimagerð rúllupylsa
Heimagerð rúllupylsa

Heimagerð rúllupylsa

Þessi rúllupylsa var gerð úr lambaslögum af lambi úr Hörgársveit. Rifin tekin úr, slagið fituhreinsað, smá salti frá Reykjanesi og hvítum pipar stráð yfir, rúllað upp og sett í net.
Síðan þarf rúllupylsan að liggja í saltpækli í viku og reykjast í Hörgársveitarkofa í 4 góðar uppkveikjur.
Svo er pylsan soðin í tæpan klukkutíma, pressuð og hennar notið með góðu brauði eða hún er borðuð eintóm.

 

Roast beef – innra læris vöðvi

Kálfur af bestu ættum fær brodd móður sinnar og mjólk fyrstu vikurnar. Elst upp við mikla útivist og hreyfingu, grænt gras og gæða hey. Fær vítamín, kjarnfóður og heimaræktað korn, grænt kál og ferskasta vatn í heimi sem rennur beint úr lindum Glóðafeykis. Vöðvinn er hvellsteiktur, sem þýðir að brúna kjötið á mjög heitri pönnu og setja það svo í ofn á ca 130° þangað til það er aðeins farið að stífna.
Verði ykkur að góðu. kveðja, Margrét kúabóndi

.

HÖRGÁRDALURAKUREYRIFÖSTUDAGSKAFFIRAGNHEIÐUR LILJA

— FÖSTUDAGSKAFFI Í ÞELAMERKURSKÓLA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.