Stikilsberjasulta
Það er auðvelt að rækta stikilsber á Íslandi. Stikilsber eru svipað stór og vínber, lítið eitt súr – full af c og a vítamínum og trefjum. Þórhildur Helga sauð stikilsber og útbjó sultu og færði okkur.
— STIKILSBER — HLAUP — BER — ÞÓRHILDUR HELGA —
.
Stikilsberjasulta
1 kg stikilsber
1 kg sultusykur
1 dl rifinn engifer
1 dl vatn.
Skolið berin og hreinsið (stiklar klipnir af endum).
Setjið í pott, hrærið í á meðan suðan er að koma upp – látið malla í klt og hræra í af og til.
Hér er önnur uppskrift að stikilsberjasultu:
Stikilsberjasulta með kanil
1 kg stikilsber
1 kg epli skræld og kjarnhreinsuð
1/2 kg sykur með melanin
1/2 tsk kanill
Setjið allt í pott og sjóðið í 30 mín og maukið með töfrasprota.
AF HVERJU VAR HANN KALLAÐUR STIKILSBERJAFINNUR?
— STIKILSBER — HLAUP — BER — ÞÓRHILDUR HELGA —
.