Stikilsberjasulta

Stikilsberjahlaup Stikilsber stikkilsber hlaup
Stikilsber

 

Stikilsberjasulta

Það er auðvelt að rækta stikilsber á Íslandi. Stikilsber eru svipað stór og vínber, lítið eitt súr – full af c og a vítamínum og trefjum. Þórhildur Helga sauð stikilsber og útbjó sultu og færði okkur.

STIKILSBERHLAUPBERÞÓRHILDUR HELGA

.

Stikilsberjasulta

1 kg stikilsber
1 kg sultusykur
1 dl rifinn engifer
1 dl vatn.

Skolið berin og hreinsið (stiklar klipnir af endum).
Setjið í pott, hrærið í á meðan suðan er að koma upp – látið malla í klt og hræra í af og til.

Hér er önnur uppskrift að stikilsberjasultu:

Stikilsberjasulta með kanil

1 kg stikilsber
1 kg epli skræld og kjarnhreinsuð
1/2 kg sykur með melanin
1/2 tsk kanill
Setjið allt í pott og sjóðið í 30 mín og maukið með töfrasprota.

AF HVERJU VAR HANN KALLAÐUR STIKILSBERJAFINNUR?

STIKILSBERHLAUPBERÞÓRHILDUR HELGA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um uppskrift þar sem auðveldlega má minnka sykurmagnið verulega. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.

Limalangur og toginleitur

Toginleitur

Í grönnum manngerðum er beinakerfið allt léttbyggt. Annað hvort er maðurinn allur lítill og fíngerður, eða hár og grannur. Venjulega er hann limalangur og toginleitur. Hann er sjaldan feitur. Venjulega er húðin mjúk og þunn. Höfuðhár er venulega mikið; það endist vel, oft alla ævi.

Engiferteriyaki hlýri

Engifer teriyaki hlýri. Af einhverjum ástæðum lauma ég alltaf meira af hvítlauk og engifer en sagt er í uppskriftum, en reyni að stilla í hóf hér. Þeir sem vilja láta „bíta svolítið í“ geta því aukið magnið, en í báðum tilfellum er hann ægigóður.