Marineruð heiðagæs
Björn Emil Jónsson á Fáskrúðsfirði skaut heiðargæs á dögunum, marineraði og steikti. „Ég pakka alltaf hverri bringu sér og frysti. Er búinn að þróa fína grafblöndu sem er vinsæl á mínu heimili. Hún virkar líka á rjúpuna.
Frábær og bragðmikil máltíð, líklega fullkomið jafnvægi að hafa ferskt eplasalat og sykurbrúnaðar kartöflur með henni.”
— GÆS — MARINERING — KJÖT — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SVEPPASÓSUR — MARINERINGAR — BJÖRN EMIL JÓNSSON — RJÚPA —
.
Marineruð heiðagæs – fyrir 2-3.
3 heiðagæsabringur, látnar liggja i marineringu i 40 tíma, skolið marineringuna af og látið bringurnar þorna i 2 tíma fyrir eldun.
Bringur brúnaðar á pönnu, 2 mín á hvorri hlið, settar i ofn við 140°C þar til þær hafa náð 69°C i kjarnhita. Mikilvægt að láta standa i 10-15 mín áður en þær eru skornar.
Marinering:
1 hvítlauksrif
1 engiferrót, á stærð við þumalfingur
Prima villbráðakrydd 1/3 af stauk.
2 msk Herba jurtasalt.
soyasósa 1/4 flösku
Öllu mallað saman i matvinnsluvél.
Meðlæti: sykurbrúnaðar kartöflur.
Smörsteiktur aspas, gufusoðinn í 2-3 min, síðan steiktur upp úr smjör og maldon salti i 2 min. (passa að ofelda ekki, þà fer fallegi græni liturinn).
Sveppaostasósa
Mjög einföld uppskrift, rausnalegt magn af sveppum smjörsteikt í potti, rjóma og villisveppaosti bætt út i og látið malla.
Algjörlega nauðsynlegt að hafa fersk bláber með þessu.
— GÆS — MARINERING — KJÖT — FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR — SVEPPASÓSUR — MARINERINGAR — BJÖRN EMIL JÓNSSON — RJÚPA —
.