Glútenlaust hafrabrauð

Glútenlaust brauð glúteinlaust hafrabrauð brauð með höfrum haframjöl glútenfrítt glúteinfrítt ísafjörður bjarney ingibjörg gunnlausdóttir ísafjörður
Glútenlaust hafrabrauð

Glútenlaust hafrabrauð Bjarneyjar Ingibjargar á Ísafirði – gæðabrauð.

Bjarney er dugleg að prófa og þróa glútenlausar uppskriftir og hættir ekki fyrr en hún er fullkomlega ánægð með árangurinn. Endilega látið fólk með glútenóþol vita af þessu gæðabrauði.

— BJARNEY INGIBJÖRGBRAUÐÍSAFJÖRÐUR —  GLÚTENLAUST

.

Glútenlaust hafrabrauð. Endilega látið fólk með glútenóþol vita af þessu gæðabrauði.

Hafrabrauð

25 gr ger eða 2 1/4 tsk þurrger
4 dl vatn
2 msk olía
1 msk eplaedik
1 1/2 msk pofiber
2 dl glútenlaust haframjöl
1 tsk salt
2 tsk hrásykur
1 1/2 dl glútenlaust haframöl
4 dl (240 g) glútenlaust hveiti
1 egg

Setjið gerið í hrærivélaskál
Hellið 37˚c heitu vatni yfir og blandið saman
Setjið olíu, pofiber, eplaedik og 2 dl af dl haframjöli út í, blandið saman og látið taka sig í 10. mín.
Setjið salt, sykur, 1 1/2 dl af haframjöli og hveiti saman við og látið hnoðast með króknum á vélinni í 5 mín.
Setjið deigið í brauðform og látið hefast í 30 mín. á volgum stað.
Baka við 200˚C í 30 til 40 mín. Gott að stinga prjóni í miðjuna á brauðinu til að athuga hvort brauðið er tilbúið.
Takið brauðið úr ofninum og látið kólna í a.m.k. 20 mín annars klessist það þegar maður byrjar að skera það í sneiðar.

.

— BJARNEY INGIBJÖRGBRAUÐÍSAFJÖRÐUR —  GLÚTENLAUST

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Valhneturúlluterta með hindberjarjóma

Valhneturúlluterta með hindberja-rjóma. Í mínu ungdæmi þóttu mér rúllutertur með sultu afar ljúffengar og "sparilegar", En það var nú í þá daga. Valhneturnar setja fallega áferð á tertuna og fagurlitaður hindberjarjóminn gerir þessa rúllutertu ekki síður "sparilega" en þá sem mamma bakaði með rabarbarasultunni. Falleg og góð terta sem sómir sér vel á hvaða kaffiborði sem er.

Te er bæði hollt og gott

Te er bæði hollt og gott - IMG_0770

Te er bæði hollt og gott. Lengi vel drukku Íslendingar mikið te og á öldum áður var kaffi munaðarvara. Ætli te komi ekki næst á eftir vatni af þeim drykkjum sem vinsælastir eru í heiminum. Te er bæði svart, grænt, hvítt og oolong og koma víst allar af sömu plöntunni Camellia sinensis. Svo er ýmsu bætt við til að bæta og næra. Þið sem eigið ferska mintu í garðinum eða í potti í glugga ættuð að útbúa ykkur mintute.

Fyrri færsla
Næsta færsla