Pitsusnúðar

Pitsusnúðar pizzasnúðar pitsasnúðar Hulda og Nonni Hulda Steinunn pitsa auðvelt fljótlega einfalt
Það er víst ekki ofsögum sagt: Pitsusnúðar slá alltaf í gegn

Pitsusnúðar slá alltaf í gegn

Hulda og Nonni komu með pitsusnúða í fjölskylduhitting(Pálínuboð). Það er auðvelt að útbúa pitsudeig, en til að flýta fyrir sér má nota tilbúið upprúllað pitsudeig sem fæst í flestum búðum.

PITSURSNÚÐARHULDA STEINUNNPÁLÍNUBOÐ

.

Pitsusnúðar

Pizzadeig XXL
Tómatar í krukku/dós
Rjómaostur
Piparostur frá Örnu
Rifinn ostur
Chiliflögur
Salt

Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C
Dreifið rjómaosti á deigið
Dreifið tómötum yfir og að lokum ostinum og kryddi
Rúllið upp, skerið í bita og raðið í eldfast form
Setjið smá rifinn ost yfir hvern bita
Bakið í ofni í 25-30 mín eða þar til gullinbrúnt

PITSURSNÚÐARHULDA STEINUNNPÁLÍNUBOÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Allir bjóða öllum – Potluck party – Pálínuboð

sumargrill

Allir bjóða öllum - Potlock party - Pálínuboð. Hin svokölluðu Pálínuboð þekkja margir. Það eru boðin þar sem gestir koma með veitingarnar - allir bjóða öllum til veislu. Allsendis er óvíst að einhver sérstök Pálína eigi heiðurinn að nafninu. Líklegra er að hún Pálína með prikið hafi orðið kveikjan að nafninu*. 

Súpur – fyrirlestur og dansæfing

Súpur - fyrirlestur og dansæfing. Þau eru mörg skemmtileg verkefnin og ólík. Á dögunum elduðum við súpur á Hallveigarstöðum fyrir formenn allra héraðssambanda Kvenfélagasambands Íslands. Á meðan ég hrærði í súpupottunum tók Bergþór nokkur dansspor sem hann er að læra fyrir keppnina Allir geta dansað, en keppnin byrjar 11. mars á Stöð 2. Eftir súpuna fengu konurnar sér kaffisopa og franska súkkulaðitertu með. Þá spjölluðum við Bergþór við þær um eitt og annað og í lokin var sungið saman.