Á Garðatorgi í Garðabæ er rekin sælkerabúðin Me & Mu – og þar hitti ég fyrir hjónin Sveinbjörgu og Gunnar sem reka verslunina ásamt útibúi í Gróðurhúsinu í Hveragerði sem meðeigandi þeirra Anna Júlíusdóttir sér um – sælkerabúðina Me & Mu.
Það væri að æra óstöðugan að reyna að gera öllu skil sem þarna fæst, með myndum eða texta. Þið bara verðið að fara í Me & Mu í Garðabæ, hvort sem er að finna eitthvað til eigin nota eða í tækifærisgjafir.
Bragðgóðar gersemar frá Big Spoon. Handgert hnetusmjör, sítrónu- og kókos/kasjúhnetusmjör – súkkulaðismjör með sjávarsalti … að ógleymdum orkustykkjunum sem innihalda aðeins hrein hráefni. M.a. jarðhnetur, organic hráhunang, hlynsíróp, trönuber, quinoa, sjávarsalt o.m.fl. Allar vörurnar frá Big Spoon eru glútenlausar, án palmolíu og soya – og allt hunang sem notað er, er hráhunang og svokallað “bee-friendly” sem gleður alla dýraviniSveinbjörg afgreiðir Þórhildi HelguGrískt ólífupaste en fyrir aftan er fyrstu pressu ólífuolía frá SikileyUllargarn frá Gilhaga í ÖxarfirðiHér kennir ýmissa grasa, efst eru litlir askar og rúllupylsupressa. Þar fyrir neðan kerti enn neðar gæða pottarnir og pönnurnar frá Espegard. Í neðstu hillunni eru handgerð íslensk bretti og laufabrauðspressa.Gæða súkkulaði frá Sætt og Salt í Súðavík og kaffi frá Kaffibrugghúsinu og SólheimumÍslenskt villihunang frá SkeiðumNOMU kryddÍtalskar tómatvörur, pasta og ólífuolíur í úrvaliMabruka krydd frá TúnisSveinbjörg kaupkona og Albert. Færslan er unnin í samvinnu við Me & MuÍslenskt gæðasúkkulaði
Kjötið sem er til sölu hjá Me&Mu kemur beint frá bændum um land allt – Nautakjötið kemur frá Mýranauti og Sogni í Kjós, en Snorri á Sogni ræktar gripi af Angus Galloway kyni – og verkar hann kjötið með svokallaðri “dry-aged” aðferð. Lambakjötið kemur frá litlu handverkssláturhúsi í Borgarnesi – sem kallast Brákarey, en það er rekið af þremur bændum í Borgarfirði. Kálfakjötið kemur frá Lindarbrekku á Snæfellsnesi og verka þau m.a. úrvals kálfasnitsel sem er tilbúið fyrir Veal Milanese.
Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)
Spergilkáls salat. Grænmeti af krossblómaætt svo sem spergilkál, blómkál, næpur, rófur og hvítkál innihalda sérstaklega mikið af efnasamböndum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.
Linsubauna og bóghveiti salat – stútfullt af hollustu. Nathalía Druzin Halldórsdóttir söngkona og starfsmaður Íslensku óperunnar var í óðaönn að undirbúa frumsýningu Mannsraddarinnar þegar ég rak inn nefið á dögunum. Auðvitað var hún til í að gefa uppskrift af þessu bragðgóða og holla salati. Aðspurð hvort salatið ætti sér einhverja sögu svaraði hún „Í raun bara þá að auka inntöku á baunum og síðan hef ég alltaf verið mjög hrifin af bóghveitigrjónum þ.a saman er þetta snilld ef maður vill hugsa um heilsuna 🙂
Bóghveiti gefur mikið magnsium í kroppinn"