Matarmikil Mexíkósúpa

ELÍSABET REYNISDÓTTIR beta reynis Matarmikil Mexíkósúpa mexíkó Sætar kartöflur, spergilkál, rauðlaukur og gulrætur mexíkóskur matur hakk súpa grænmetissúpa
Matarmikil Mexíkósúpa

Mexíkósúpa

Mikið óskaplega eru matarmiklar súpur góðar. Sjálfum fannst mér súpan heldur bragðlítil svo ég bætti cayenne pipar við. Elísabet Reynisdóttir á heiðurinn af þessari matarmiklu og góðu súpu.

MEXÍKÓSÚPURCAYENNEELÍSABET

.

Sætar kartöflur, spergilkál, rauðlaukur og gulrætur

Mexíkósúpa

200 g hakk
4 msk ólífuolía
4 msk Chili sósa
1 msk tómatpurré
½ rauðlaukur
2 stk gulrætur
2 dl skorið spergilkál
1 dl sæt kartafla skorin í tenigna
Salt og pipar
1/3 tsk cayenne eða chili
1-2 dl vatn
1 stk grænmetisteningur
2 msk rjómaostur
2 dl rjómi.

Léttsteikið rauðlaukinn og grænmetið olíunni í potti og takið til hliðar. Steikið hakkið í sömu olíu, bætið við chili sósunni, tómatpurré og kryddum. Bætið vatni saman við ásamt grænmetisteningi. Látið malla í 25 min. við lágan hita. Bætið rjómaosti ásamt rjóma saman við og hitið í 10 min.

MEXÍKÓSÚPURCAYENNE

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar

Glæsilegt kaffiboð Jónu Matthildar. Hef alla tíð hrifist af fólki sem kallar ekki allt ömmu sína. Jóna Matthildur er fasbókarvinkona mín. Á dögunum nefndi ég við hana hvort hún væri til í að útbúa eitthvert góðgæti fyrir bloggið. Ég bjóst við einum brauðrétti, í mesta lagi einni tertu. Nei, nei. Þegar ég kom var hlaðið borð af tertum, brauðréttum og öðru góðgæti. Hvert öðru fallegra og bragðbetra. Ekki nóg með það, Jóna bauð frænkum sínum og vinkonum til kaffisamsætis og úr urðu skemmtilegar og lifandi umræður. Þess má geta í óspurðum fréttum að ég át yfir mig...