
Mexíkósúpa
Mikið óskaplega eru matarmiklar súpur góðar. Sjálfum fannst mér súpan heldur bragðlítil svo ég bætti cayenne pipar við. Elísabet Reynisdóttir á heiðurinn af þessari matarmiklu og góðu súpu.
— MEXÍKÓ — SÚPUR — CAYENNE — ELÍSABET —
.

Mexíkósúpa
200 g hakk
4 msk ólífuolía
4 msk Chili sósa
1 msk tómatpurré
½ rauðlaukur
2 stk gulrætur
2 dl skorið spergilkál
1 dl sæt kartafla skorin í tenigna
Salt og pipar
1/3 tsk cayenne eða chili
1-2 dl vatn
1 stk grænmetisteningur
2 msk rjómaostur
2 dl rjómi.
Léttsteikið rauðlaukinn og grænmetið olíunni í potti og takið til hliðar. Steikið hakkið í sömu olíu, bætið við chili sósunni, tómatpurré og kryddum. Bætið vatni saman við ásamt grænmetisteningi. Látið malla í 25 min. við lágan hita. Bætið rjómaosti ásamt rjóma saman við og hitið í 10 min.
–
.