Matarmikil Mexíkósúpa

ELÍSABET REYNISDÓTTIR beta reynis Matarmikil Mexíkósúpa mexíkó Sætar kartöflur, spergilkál, rauðlaukur og gulrætur mexíkóskur matur hakk súpa grænmetissúpa
Matarmikil Mexíkósúpa

Mexíkósúpa

Mikið óskaplega eru matarmiklar súpur góðar. Sjálfum fannst mér súpan heldur bragðlítil svo ég bætti cayenne pipar við. Elísabet Reynisdóttir á heiðurinn af þessari matarmiklu og góðu súpu.

MEXÍKÓSÚPURCAYENNEELÍSABET

.

Sætar kartöflur, spergilkál, rauðlaukur og gulrætur

Mexíkósúpa

200 g hakk
4 msk ólífuolía
4 msk Chili sósa
1 msk tómatpurré
½ rauðlaukur
2 stk gulrætur
2 dl skorið spergilkál
1 dl sæt kartafla skorin í tenigna
Salt og pipar
1/3 tsk cayenne eða chili
1-2 dl vatn
1 stk grænmetisteningur
2 msk rjómaostur
2 dl rjómi.

Léttsteikið rauðlaukinn og grænmetið olíunni í potti og takið til hliðar. Steikið hakkið í sömu olíu, bætið við chili sósunni, tómatpurré og kryddum. Bætið vatni saman við ásamt grænmetisteningi. Látið malla í 25 min. við lágan hita. Bætið rjómaosti ásamt rjóma saman við og hitið í 10 min.

MEXÍKÓSÚPURCAYENNE

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Silungur með kóriander/basil pestói

Silungur

Silungur með kóriander/basil pestói

Góður fiskur er hreinasta dásemd. Sjálfur er ég hrifnastur af feitum fiski, hann er bæði ríkur af d-vítamíni og omega 3. Fiskur er kjörið hráefni til að nota í hina og þessa rétti. Helst þarf að passa að ofelda/sjóða ekki fiskinn, já og líka að velja ferskan góðan fisk.  Annars er gaman að segja frá því að þegar ég kom heim út fiskbúðinn með silunginn hringdi í mig kona sem les þetta blogg reglulega. Hana vantaði hugmynd að eldun kvöldmatarins. Hún sagðist vera með fisk sem maðurinn hennar veiddi, sennilega væri það silungur.

Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur - MYNDBAND. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Hörpudiskur í grænmeti

HÖRPUDISKUR Í GRÆNMETI.  Þegar ég útbjó þennan rétt, skar ég allt grænmetið niður og setti í skálar. Þannig að þegar ég byrjaði sjálfa matreiðsluna var allt hráefnið tilbúið - minnti svolítið á sjónvarpskokkana sem...

Afternoon tea á Apótekinu

Afternoon tea á Apótekinu. Það er svo eftirminnilegt að fara í Afternoon tea og njóta í botn. Greinilegt er að Afternoon tea á Apótekinu hefur slegið hressilega í gegn. Þegar við prófuðum herlegheitin þá var fullt út úr dyrum og mikil og góð stemning á staðnum. Þjónustulipurt afgreiðslufólk með augu á hverjum fingri, snérist í kringum gesti.