Veitingar við útför Elísabetar drottningar – nokkrar hugmyndir

queen elizabeth pancake recipes lummur Kóróna Elísabetar á líkkistunni elísabet englandsdrottning england royal jarðarför kóróna
Kórónan sem hvílir á kistu Elísabetar tilheyrir krúnudjásnum breska konungdæmisins og var gerð árið 1937 í tilefni af krýningu Georgs VI. Var hún hönnuð af Garrard og co. Gerðar voru á henni breytingar fyrir krýningu Elísabetar II árið 1953 og kórónan lækkuð um 25 mm til að gera hana kvenlegri og minnkuð til að henta höfuðlagi drottningar. 
Þegar konungdæmið var endurvakið 1660 var búin til ný kóróna fyrir Charles II. Um tíu gerðir af þessari kórónu hafa verið notaðar síðan.
Kórónan er skreytt 2901 eðalsteinum þar á meðal Cullinan II demantinum, Safír St. Edwards, Stúart-safírnum og „Black Prince´s“ rúbíninum, nánar tiltekið 2,868 demöntum, 273 perlum, 17 safírum, 11 smarögðum og fimm rúbínsteinum, auk þess purpurablátt flauel, marðarskinn, gull silfur og hvítagull. Hún vegur 1.06 kg og er 31.5 cm að hæð.
Kórónan er borin þegar þjóðhöfðinginn fer frá Westminster Abbey eftir krýningu og við setningu þingsins.
Einungis þrír mega snerta kórónuna. Þjóðhöfðinginn, Erkibiskupinn af Kantaraborg við krýningarathafnir og umsjónarmaður krúnudjásnanna sem jafnframt gætir þeirra þegar þau fara úr the Tower of London við opinberar athafnir en þar eru þau einnig varðveitt milli athafna. REC.

Royalistar heimsins munu að sjálfsögðu fylgjast með útför Elísabetar drottningar á mánudaginn. það er ekki annað að heyra en fólk ætli að koma saman með veitingar og njóta þeirra á meðan á útsendingunni stendur.

ENGLANDROYAL ELÍSABET DROTTNING PÁLÍNUBOÐ

👑

Nokkrar hugmyndir:

Gúrkusamlokur

Skonsur (scones)

Lemon curd

Pönnukökur (Filippus hafi dálæti á íslenskum pönnukökum)

Heitur réttur 

Túnfisksalat Kristjönu

Snittur

Salöt

Samlokur með marmelaði

Klúbbaréttir

Smáréttir

Svo eru hér nokkrar staðreyndir:

Elísabet sendi Eisenhower forseta Bandaríkjanna þessa lummuuppskrift eftir heimsókn forsetahjónanna til Bretlands árið 1960. MEIRA HÉR.

Víða um land gerði fólk sér dagamun og fylgdist með útför drottningar og oftar en ekki voru veitingar í hennar anda eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

👑

ENGLANDROYAL ELÍSABET DROTTNING PÁLÍNUBOÐ

👑

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla