Eplakaka með mulningi

eplaterta Eplakaka með mulningi JUDY TOBIN apple crumb cake apple cake with crumble ísafjörður epli  ísafjörður
Eplakaka með mulningi

Eplakaka með mulningi

Judy Tobin kom með eplaköku með mulningi í vinnuna og gladdi okkur samstarfsfólk sitt mjög. Hún tók nokkrar góðar apple-crumb-cake uppskriftir og bjó til úr þeim þessa.

JUDY TOBINEPLAKÖKURÍSAFJÖRÐUR

.

Judy með eplakökuna

 

Epla mulningur

5 epli, afhýdd og skorin frekar smátt
1/2 sítróna, rifinn börkur og safi
2 – 3 msk berjasulta
½ tsk kanill
sykur eftir smekk
smá vatn
1 msk hveiti

Setjið allt í pott og sjóðið í c.a. 10 mínutur. Hellið í eldfast mót.

Mulningurinn ofan á:

250 g hveiti
125 g smjör

1 msk sykur
1 msk púðursykur
1 dl tröllahaframjöli
1 dl möndluflögur.

Hrærið saman smjöri og hveiti þangað til það er eins og brauðmylsna – best að gera þetta í höndunum.
Bætið við sykri, púðusykri, tröllahaframjöli og möndluflögum. Stráið mulningnum yfir eplin og bakið í ofni í 175°C þangað til mulningurinn er gullinbrúnn (c.a. 15 mín)
Berið fram með þeyttum rjóma eða vaniluís.

JUDY TOBINEPLAKÖKURÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.