Veislukaffi á Akureyri

Albert, Sigrún magna Þórsteinsdóttir, Gyða hrönn sigþórsdóttir, Snorri, Eyþór Ingi jónsson, Elvý guðríður Hreinsdóttir og Hildur Eir bolladóttir hrökkbrauð marengs brauðterta akureyri akureyrarkirkja föstudagskaffi kaffiboð kaffiveisla prestur
Albert, Sigrún, Gyða, Snorri, Eyþór Ingi, Elvý og Hildur Eir

Veislukaffi á Akureyri

Það var létt yfir starfsfólki einnar fegurstu kirkjubyggingar á landinu, Akureyrarkirkju þegar það gerði sér dagamun á dögunum. Hist var heima hjá Sigrúnu Mögnu, organista, en öll lögðu þau veitingar með sér á borð. Hinn organistinn, Eyþór Ingi Jónsson, og Elvý Guðríður kona hans komu með sjúllaðar heimabakaðar rúgkökur og geitaosta, sr. Hildur Eir kom með einstaklega frumlega og bragðmikla brauðtertu, sem Kristinn sambýlismaður hennar gerði, eins konar „surf’n’turf“ með rækjusalati og hangikjöti yfir, Gyða kirkjuritari gerði fagra og sannkallaða marengs sprengju með rice krispies, kókosbollum og banönum, en sjálf bakaði Sigrún Magna yndislega rabarbaraköku með bleikum rjóma í tilefni bleiks október.

AKUREYRIKAFFIVEISLATERTURBRAUÐTERTURMARENGSHRÖKKBRAUÐ

.

Á borðinu var bráðskemmtilegur landakortsdúkur, sem hefði verið alveg upplagður ísbrjótur í umræðuefni. Ef þess hefði þurft! Það reyndist aldeilis ekki þörf á því. Þvert á móti áttum við erfitt með að slíta okkur frá boðinu, svo fjörugar voru umræðurnar. Víst er að Akureyrarkirkja státar af vönduðu, skemmtilegu og „indbydende“ starfsfólki.

Hildur Eir kom með brauðtertu með rækjusalati inn í og hangikjöti utan um. Mjög góð samsetning sem vel má mæla með.
Gyða Hrönn kom með kókosbollumarens með Rice Krispies og bananarjóma

Kókosbollumarens

Uppskrift í 1 marensbotn (passar í hringlaga form ca. 28 cm):
2 eggjahvítur
180 g sykur
½ tsk lyftiduft
½ tsk kartöflumjöl
25 gr Rice krispies

Stífþeytið eggjahvíturnar, bætið svo sykri, lyftidufti og kartöflumjöli rólega út í og þeytið þar til blandan er orðin stíf. Bætið Rice krispies út í og blandið varlega saman við með sleif.
Bakið í 150°C heitum ofni (ég nota blástur) í 70 mínútur.
Í tertuna þarf tvo svona botna.

Fylling:
½ l rjómi
1 pk kókosbollur
1 banani

Stífþeytið rjómann. Stappið banana og brytjið kókosbollurnar og blandið saman við rjómann og setjið á milli botnana.

.

Sigrún Magna bakaði rabarbaraköku

Rabarbarakaka

1 bolli hveiti
1 bolli sykur
¼ bolli púðursykur
¼ bolli kókosmjöl
¼ bolli möndlumjöl
1 egg
1 tsk lyftiduft
¼ tsk natron
150 gr súkkulaðibitar
Eplasafi, mjólk og/eða rabarbarasíróp þar til deigið er sæmilega þunnt, ekki of samt

Öllu blandað saman og svo bætt við og blandað:
300-500 gr saxaður rabarbari

Skellir þessu í eldfast mót og bakar í ca. 50-60 mínútur við 180°C gráður
Borða svo með þeyttum rjóma.

.

Eyþór Ingi kom með sænskt hrökkbrauð úr rúgmjöli

Sænskt hrökkbrauð úr rúgmjöli

 Þegar Eyþór Ingi var í tónlistarnámi í Svíþjóð var þrennt sem hann féll algjörlega fyrir. Pitepalt, sem eru kartöflubollur, fylltar með reyktum svínakjötsbita, soðnar og borðaðar með bræddu smjeri og títuberjasultu, Surströmming, sem er niðursoðin kasúldin síld, borðuð á þunnbrauði með soðnum kartöflum, rauðlauk, dilli og sýrðum rjóma og svo öll hrökkbrauðin þeirra.  „Það er enn þannig, 20 árum eftir að ég flutti heim frá Svíþjóð, að ég kaupi mikið af hrökkbrauði í búðum hér á landi, þótt úrvalið sé afar óspennandi. Þegar ég ferðast til Svíþjóðar lauma ég yfirleitt nokkrum spennandi hrökkbrauðspökkum í ferðatöskuna á leiðinni heim.

 Ég bjó í norðurhluta Svíþjóðar og vinur minn bauð mér einu sinni með sér heim til foreldra sinna, sem bjuggu í litlu þorpi fyrir utan Skellefteå. Daginn áður hafði fólk í hverfinu hist og eldbakað saman örþunnt hrökkbrauð. Þau gáfu mér fullan stóran bréfpoka af brauði og þetta var það besta sem ég hafði smakkað.

 Ég hef enga aðstæður til að eldbaka brauð, en datt niður á þessa útgáfu sem hægt er að baka í venjulegum ofni. Þótt ég hafi mjög mikinn áhuga á matargerð og sé stanslaust að gera tilraunir í eldhúsinu hefur bakstur aldrei heillað mig. En þetta hrökkbrauð hef ég margoft gert þótt það sé langt síðan síðast.

 Það er auðveldara að fletja út deigið ef það er búið til amk 12 tímum fyrir bakstur. Það verður örlítið súrara ef það fær að vera 24 tíma í ísskáp. Það finnst mér enn betra.

Það þarf tvö kökukefli fyrir þessi hrökkbrauð. Venjulegt og svo hrökkbrauðskefli sem gerir holurnar í deigið.”

Sænskt hrökkbrauð úr rúgmjöli – gerir 20 brauð

1 pakki þurrger (í Svíþjóð notaði ég alltaf ferkst ger, þá notaði ég ca 50 grömm)
5 dl volgt vatn
1 1/2 tsk salt
1/2 kg rúgmjöl (Notaði sérstakt gróft rúgmjöl í Svíþjóð. Íslenska rúgmjölið er nokkuð líkt því)
2 dl hveiti eða brauðhveiti auk hellings af hveiti þegar deigið er flatt út.
Gróft íslenskt sjávarsalt
Blönduð fræ að eigin vali

Gerið leyst upp í skál með smá volgu vatni og afgangnum af vatninun síðan bætt við. Salti, rúgmjöli og hveiti bætt út í. Hnoðað vel og lengi. Skemmtilegast að gera í höndunum en einnig hægt með hrærivél. Deigið látið standa í skálinni, smá hveiti stráð yfir og lok eða filma sett yfir skálina og hún svo sett í ísskáp í 12-24 klst. Því lengur, því súrara og betra.

 Skálin svo tekin úr ísskáp, degið hnoðað lítillega í skálinni. Deigið sett á borð með miklu hveiti. Deiginu skipt í 20 hluta. Hver hluti flattur út með venjulegu kökukefli þar til það er á stærð við vænan kökudisk. Sumir vilja örþunnt og mjög stökkt, aðrir aðeins þykkara og örlítið mýkra. Rátt áður er hætt er að fletja út er um að gera að strá smá grófu sjávarsalti og/eða fræum í deigið. Brauðið er líka mjög gott án fræja. 

 Að lokum er grófa hrökkbrauðskökukeflinu rennt nokkru sinnum yfir flatt deigið og það er allt í lagi að það komi göt í það. 

Færa svo deigkökurnar varlega yfir á ofnplötur sem eru létt smurðar eða með bökunarpappír. Tvær kökur ættu að rýmast á venjulegri ofnplötu. Bakað við 225°C blástur í ca 10 mínútur. Fylgjast vel með litnum því kökurnar eru mjög fljótar að brenna séu þær bakaðar of lengi. Brauðið er best þegar það er grátt á litinn en e.t.v. farið að dökkna aðeins á brúnunum. Leyfa kökunum að kólna og verða stökkar á ofngrind.

Eyþóri Inga finnst best að nota ostana frá Brúnastöðum eða bragðmikla osta eins og Goðdalaostana eða Búra frá MS með hrökkbrauðinu. Gott með sultu en best með gæða ólífuolíu
Rækjubrauðtertan

 

AKUREYRIKAFFIVEISLATERTURBRAUÐTERTURMARENGSHRÖKKBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.