Sveppapaté

Sveppapaté sveppir möndlusmjör
Sveppapaté

​​Sveppapaté

Alveg örugglega einfaldasta, fljótlegasta og bragðbesta sveppapaté sem um getur. Þarf ekki að baka. Tilvalið á veisluborð, þegar þið farið í Pálínuboð eða viljið taka með ykkur matarglaðning til gestgjafa. Hátíðlegt sveppapaté

SVEPPIRPATÉMÖNDLUSMJÖRRÚGBRAUÐPÁLÍNUBOÐVEISLUBORÐHÁTÍÐLEGT

.

Sveppapaté og nýbakað rúgbrauð

​​Sveppapaté

3-4 msk ólífuolía
1 b saxaður laukur
3 hvítlauksgeirar
1 ½ tsk timian
1 ½ tsk estragon
1 tsk salt
pipar
caynne pipar
1 askja saxaðir sveppir
1 b léttristaðar valhnetur
1/2 b möndlusmjör
1 tsk balsamik edik
vatn til að þynna, ef þarf.

Hitið ólífuoliu í stórri pönnu við meðalhita, setjið laukinn út í og steikið í 3-5 mín þar til hann er glær. Bætið hvítlauk og kryddum saman við og steikið áfram í eina mín. Bætið því næst niðursneiddum sveppum í og steikið í 7-10 mín eða þar til þeir eru mjúkir. Lækkið hita ef nauðsynlegt er svo þeir brenni ekki.

Á meðan sveppirnir steikjast, setjið valhneturnar í matvinnsluvélina og malið fínt. Setjið sveppablönduna út í valhneturnar í matvinnsluvélina, ásamt balsamediki og möndlusmjöri. Blandið vel saman og bætið við vatni ef þarf, þar til þetta er passlega mjúkt. Á að líkjast kæfu.

Setjið í ílát, lokið vel og kælið í amk klst.

Villtir íslenskir sveppir

SVEPPIRPATÉMÖNDLUSMJÖRRÚGBRAUÐPÁLÍNUBOÐVEISLUBORÐHÁTÍÐLEGT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.