Hægelduð hreindýrasteik
Mikið lifandis ósköp sem hreindýrasteik er góð. Það er gaman að gera tilraunir í matseldinni, oftast hef ég brúnað kjötið á pönnu áður en það fer í ofninn en prófaði að setja það beint inn í ofn, fyrst á lágan hita.
— HREINDÝR — KJÖT — ÍSLENSKT — EINIBER — SÆTKARTÖFLUMÚS — RJÓMASVEPPASÓSA —
.
Um hádegi tók ég hreindýravöðvann, sem var 2,2 kg, úr ísskápnum. Kryddaði með 1/3 dl einiberjum (muldum), 2 msk blóðbergi, 2-3 msk villibráðakryddi, bláberjum, salti og pipar.
Setti á 50°C í 2 tíma, síðan á 80°C í 40 mín og loks 120°C í um 30 mín. Lét bíða í 10 mín – fullkomið. Með þessu var jólasalat, sætkatöflumús og sveppasósa með bláberjasultu.
.
— HREINDÝR — KJÖT — ÍSLENSKT — EINIBER — SÆTKARTÖFLUMÚS — RJÓMASVEPPASÓSA —
.