
Möndlusmjörið góða – gæðamöndlur+himnesk ólífuolía
Er eitthvað betra er möndlusmjör úr gæðamöndlum og himneskri ítalskri Olio Nitti ólífuolíu? Það er gott að skera niður epli, láta þau smá stund í sítrónuvatni, sigta frá og bjóða upp á epli og hágæða möndlusmjör. Neðar eru fleiri hugmyndir hvernig er hægt að nota möndlusmjör. Olían og möndlurnar koma beint frá Nitti fjölskyldunni í Puglia héraði á Ítalíu. Lífræn, bragðgóð hollusta.
— OLIO NITTI — ÍTALÍA — MÖNDLUR — ÓLÍFUOLÍA —

Möndlusmjör
1 b möndlur
1/3 tsk salt
2/3 – 1 dl góð alvöru ólífuolía, Olio Nitti
Ristið möndlurnar á pönnu, setjið beint í matvinnsluvél ásamt olíu og salti. Maukið vel og þynnið með meiri olíu ef þarf.

Hvernig notum við möndlusmjör:
- á hafragraut
- í hrákökur
- á chiagrauta
- með grænmetisréttum
- í súpur
- á vöfflur og lummur
- í bústið
- á ristað brauð
–
— ALLS EKKI GLEYMA MÖNDLUSMJÖRI —
–
Auglýsing