Appelsínukaka (Bolo de Laranja)
Kristín sá um eftirréttinn þegar Lissabonfarar borðuðu saman „Þessi kaka er svoooo fljótleg og svoooo góð þegar skella á í eina með kaffinu í snatri” segir Kristín Finnbogadóttir, sem skellti í eina appelsínuköku. Ekki er óalgengt að finna þessa á helstu hverfiskaffihúsunum í Portúgal sem og í heimahúsum ef maður droppar inn í síðdegiskaffi. Ég komst fljótt upp á lagið að henda í eina svona þegar ég bjó í Portúgal þegar þurfti að eiga eitthvað sætt með kaffinu ef gesti bar að garði.
Hér kemur hin einfalda upprunalega uppskrift en það má gjarnan leika sér með hana og minnka hveiti og bæta við möndlumjöli eða eitthvað annað.
— APPELSÍNUKÖKUR — PORTÚGAL —
.
Appelsínukaka (Bolo de Laranja)
Raspaður börkur af 1 appelsínu
safi úr 2 appelsínum
4 egg
1 bolli olía
2 bollar sykur
2 bollar hveiti
1 msk lyftiduft
Sykurlögur:
safi úr 1 appelsínu
2 msk sykur
Blandið öllum hráefnum nema hveiti og lyftidufti og hrærið vel í hrærivél þar til blandan verður létt og ljós. Blandið hveiti og lyftidufti varlega saman við þannig að deigið sé vel fljótandi. Setjið deigið í vel smurt, djúpt hringform (eins og á mynd) og bakið í ofni við 180°C í u.þ.b. 40-45 mínútur eða þar til hægt er að stinga í það með prjóni og hann kemur hreinn út.
Blandið saman appelsínusafa og sykri (þannig að sykurinn leysist upp) og hellið yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum.
.
— APPELSÍNUKÖKUR — PORTÚGAL —
.