Tómatsíld – sinnepssíld

Tómatsíld - sinnepssíld húsfreyjan hlaðborð jólahlaðborð hrefna laufey ingólfsdóttir árni sigurðsson Ásar í eyjafjarðarsveit Ásar guesthouse ásar gistiheimili eyjafjarðarsveit akureyri síld tómatsíld sinnepssíld síldarréttir jólaréttir jólahlaðborð
Tómatsíld – sinnepssíld

Tómatsíld – sinnepssíld

Hrefna Laufey á Gistiheimilinu Ásum, rétt fyrir innan Akureyri er höfðingi heim að sækja. Um það vitna fögur ummæli gesta hennar og fólk sem hefur notið gestrisni hennar og þeirra hjóna því Árni hennar maður er liðtækur í mörgu. Þau hjónin skora hátt hjá ferðafólki og raða inn tíum á bókunarsíðum.

HREFNA LAUFEYJÓLIN — AKUREYRIÞORLÁKSMESSASÍLDRÚGBRAUÐSMÁKÖKURHÚSFREYJAN

.

Stórfínir síldarréttir Hrefnu og með því var nýbakað rúgbrauð. Þetta var hluti af hlaðborði sem þau hjón göldruðu fram fyrir jólablað Húsfreyjunnar.

.

Hrefna Laufey og Árni hafa þann skemmtilega sið að bjóða fjölskyldu og vinum til smáréttaveislu á Þorláksmessu. Þau hjónin eru samhent í jólastússinu og njóta þess að undirbúa jólahátíðina með góðum fyrirvara.

Tómatsíld

6 síldarflök
2 dl. tómatpuré
2 dl. olía
75 g challottulaukur
2 hvítlauksgeirar
1 dl. sherry
ferskt timian
salt
pipar
Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.

Sinnepssíld

6 síldarflök
1,5 d. Dijon sinnep
1 dl. olía
1 dl. dökkur púðursykur
½ msk. sinnepskorn
½ dl. hvítvín
Smá ferskt dill
Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.

HREFNA LAUFEYJÓLIN — AKUREYRIÞORLÁKSMESSASÍLDRÚGBRAUÐSMÁKÖKURHÚSFREYJAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.