Tómatsíld – sinnepssíld

Tómatsíld - sinnepssíld húsfreyjan hlaðborð jólahlaðborð hrefna laufey ingólfsdóttir árni sigurðsson Ásar í eyjafjarðarsveit Ásar guesthouse ásar gistiheimili eyjafjarðarsveit akureyri síld tómatsíld sinnepssíld síldarréttir jólaréttir jólahlaðborð
Tómatsíld – sinnepssíld

Tómatsíld – sinnepssíld

Hrefna Laufey á Gistiheimilinu Ásum, rétt fyrir innan Akureyri er höfðingi heim að sækja. Um það vitna fögur ummæli gesta hennar og fólk sem hefur notið gestrisni hennar og þeirra hjóna því Árni hennar maður er liðtækur í mörgu. Þau hjónin skora hátt hjá ferðafólki og raða inn tíum á bókunarsíðum.

HREFNA LAUFEYJÓLIN — AKUREYRIÞORLÁKSMESSASÍLDRÚGBRAUÐSMÁKÖKURHÚSFREYJAN

.

Stórfínir síldarréttir Hrefnu og með því var nýbakað rúgbrauð. Þetta var hluti af hlaðborði sem þau hjón göldruðu fram fyrir jólablað Húsfreyjunnar.

.

Hrefna Laufey og Árni hafa þann skemmtilega sið að bjóða fjölskyldu og vinum til smáréttaveislu á Þorláksmessu. Þau hjónin eru samhent í jólastússinu og njóta þess að undirbúa jólahátíðina með góðum fyrirvara.

Tómatsíld

6 síldarflök
2 dl. tómatpuré
2 dl. olía
75 g challottulaukur
2 hvítlauksgeirar
1 dl. sherry
ferskt timian
salt
pipar
Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.

Sinnepssíld

6 síldarflök
1,5 d. Dijon sinnep
1 dl. olía
1 dl. dökkur púðursykur
½ msk. sinnepskorn
½ dl. hvítvín
Smá ferskt dill
Öllu blandað saman og síldin látin liggja í nokkra daga áður en borið er fram.

HREFNA LAUFEYJÓLIN — AKUREYRIÞORLÁKSMESSASÍLDRÚGBRAUÐSMÁKÖKURHÚSFREYJAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum

Lerkisveppasósa úr íslenskum lerkisveppum. Nú er tími lerkisveppanna. Samkvæmt mínum heimildum er aðeins hægt að fá ferska íslenska lerkisveppi í einni búð á höfuðborgarsvæðinu. Þeir fást í Matarbúri Kaju á Óðinsgötu - og fást líka þurrkaðir þar. Lerkisveppir eru mjög bragðgóðir.

Pekanpæ

pekanpae

Pekanpæ, alveg guðdómlega gott. Það er nú gaman að segja frá því að á topp tíu yfir mest skoðuðu uppskriftir síðasta árs eru þrjár hráfæðistertur. Hér er enn ein dásemdin sem allir(eða langflestir) eiga eftir að elska – guðdómlega gott.