Flóruspilið – fróðleikur og skemmtun

Flóruspilið hespuhúsið selfoss guðrún Bjarnadóttir spil leikur íslensk flóra skemmtun afþreying
Flóruspilið er í anda spilsins Veiðimaður þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum en í stað hefðbundinna spila þá er spilað með íslenskar plöntutegundir. Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Fróðleiks- og skemmtunarspil

Flóruspilið – fróðleikur og skemmtun

Guðrún Bjarnadóttir vinkona mín í Hespuhúsinu, rétt fyrir vestan Selfoss, er hugmyndarík með eindæmum. Meðal þess sem fæst hjá henni eru þetta fallega Flóruspil sem er alfarið hennar hugmynd. Stokkurinn gengur upp eins og hefðbundinn spilastokkur 52 spil og 4 spil í hverri tegund. Ennig fylgir með regluspjald.

HESPUHÚSIÐGUÐRÚN BJARNADÓTTIR — SELFOSS  — LEIKIRSPIL

.

Á heimasíðu Hespuhússins er eftirfarandi texti:

Spilið er í anda spilsins “veiðimaður” þar sem markmiðið er að safna fjögurra spila samstæðum en í stað hefðbundinna spila þá er spilað með íslenskar plöntutegundir. Á spilunum eru upplýsingar um grasnytjar og þjóðtrú ásamt latínuheiti, gróðurlendi og ætt. Spilið er hugsað til fróðleiks og skemmtunar. Flóruspilið fyrsti stokkur kom út árið 2021 og Flóruspilið annar stokkur kom út í vor með 13 nýjum tegundum til að spila með og fræðast um. Sölustaðir eru víða um land, sjá HÉR og svo í Hespuhúsinu.

Það er vel þess virði að stoppa í Hespuhúsinu, þar kennir ýmissa grasa – sjón er sögu ríkari eins og þar stendur. Svo er nú gaman að segja frá því í lokin að Baby Ruth tertan er komin frá Guðrúnu 🙂

HESPUHÚSIÐGUÐRÚN BJARNADÓTTIR — SELFOSS  — LEIKIRSPIL

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.