Brenndar fíkjur með koníaki

Brenndar fíkjur með koníaki gráfíkjur hallveig rúnarsdóttir Þemað í boði Hallveigar og Jóns Heiðars var dósamatur og fíkjur. Albert, Bergþór, Hallveig, Þóra Björk, Eyjólfur eyjólfsson og Jón Heiðar einfaldur eftirréttur
Brenndar fíkjur með koníaki

Brenndar fíkjur með koníaki

Hallveig Rúnarsdóttir sló í gegn sem aldrei fyrr með feiknagóðum fíkjueftirrétti í matarboði á dögunum. Fyrst bauð hún upp á crostini, þá andalæri og loks þennan eftirrétt sem má sko vel mæla með, hann er bæði bragðgóður og einfaldur.

— HALLVEIG RÚNARS — ANDAKJÖT — FÍKJUR — CROSTINIEFTIRRÉTTIR

.

Hallveig og Þóra Björk

Brenndar fíkjur með koníaki

1 dós brenndar fíkjur (fást í Melabúðinni)
50 ml koníak

Setjið fíkjurnar í eldfast fat og hitið í ofni í 10 mínútur. Velgið koníakið í potti, hellið yfir fíkjurnar og kveikið í. Berið fram með vanilluís og rjóma.

— HALLVEIG RÚNARS — ANDAKJÖT — FÍKJUR — CROSTINI

.

Þemað í boði Hallveigar og Jóns Heiðars var dósamatur og fíkjur. Albert, Bergþór, Hallveig, Þóra Björk, Eyjólfur og Jón Heiðar

— HALLVEIG RÚNARS — ANDAKJÖT — FÍKJUR — CROSTINI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hitastig borðvína

Hitastig borðvína.  Oft heyrum við talað um stofuhita á rauðvínum. Stofuhiti víðast hvar er 18 gráður en hér vel yfir 20. Að sögn vínsérfræðinga hættir okkur Íslendingum til að bera fram rauðvín of heit og hvítvín of kælt.  Kjörhitastig rauðvíns er 16 - 17 gráður fyrir vín sem er frekar létt og í mesta lagi 20 gráður fyrir önnur rauðvín. Hvítvín sem eru borin fram beint út ísskáp eru of köld, 4 - 6 gráður. Kjörhiti hvítvíns er 10-12 gráður, því yngra því kaldara. Því þéttara því hærra hitastig.

Þurrkuð bláber

Þurrkuð bláber. Í þeirri ágætu bók Grænmeti og ber allt árið, sem af flestum var aldrei kölluð annað en Ber allt árið, útskýrir Helga Sigurðardóttir hvernig þurrka skuli bláber.

Litríkt veislunammi frá Nínu

Litríkt veislunammi frá Nínu. Nína Jónsdóttir kallar ekki allt ömmu sína. Hún útbýr þessar litríku kúlur sem innihalda lakkrís og súkkulaði. Hægt er að sérpanta hjá henni flesta liti. Sjálf hefur hún gaman af því að halda veislur og vera með litaþema þannig kom þessi hugmynd upphaflega upp fyrir skírnarveislur en svo beint í kjölfarið byrjaði HM stemningin svo Nína fór að gera kúlur í fánalitunum. „Regnboga litirnir fyrir gleðigönguna voru svo eðlilegt framhald enda finnst mér þeir svo fallegir og ég fer alla leið að sjálfsögðu í gleðinni"