Brenndar fíkjur með koníaki
Hallveig Rúnarsdóttir sló í gegn sem aldrei fyrr með feiknagóðum fíkjueftirrétti í matarboði á dögunum. Fyrst bauð hún upp á crostini, þá andalæri og loks þennan eftirrétt sem má sko vel mæla með, hann er bæði bragðgóður og einfaldur.
— HALLVEIG RÚNARS — ANDAKJÖT — FÍKJUR — CROSTINI — EFTIRRÉTTIR —
.
Brenndar fíkjur með koníaki
1 dós brenndar fíkjur (fást í Melabúðinni)
50 ml koníak
Setjið fíkjurnar í eldfast fat og hitið í ofni í 10 mínútur. Velgið koníakið í potti, hellið yfir fíkjurnar og kveikið í. Berið fram með vanilluís og rjóma.
— HALLVEIG RÚNARS — ANDAKJÖT — FÍKJUR — CROSTINI —
.
— HALLVEIG RÚNARS — ANDAKJÖT — FÍKJUR — CROSTINI —
.