Hátíðakakó
Í bernsku heimsótti Bergþór ömmu sína reglulega og þau spjölluðu saman um lífið og tilveruna í „kósístund“.
Þá bjuggu þau gjarnan til kakó sem hann hefur oft talað um og sagt vera betra en súkkulaði sem boðið er upp á. Mig grunaði að það hefði verið betra í minningunni, þar sem honum þótti afar vænt um ömmu sína.
Ég bað hann því að útbúa fyrir mig þessa umtöluðu uppskrift og ég verð að játa að þetta er algjör dýrindisbolli.
— KAKÓ — BERGÞÓR — HEITT SÚKKULAÐI — DRYKKIR — ÍSLENSKT —
.
Hátíðakakó
2 msk kakó
3 msk sykur
½ tsk salt
1 tsk smjör
½ tsk vanillusykur
3 msk vatn
Þetta er látið sjóða og verður þykk sósa.
7 dl af mjólk
½ dl rjómi
Þá er mjólk og rjóma hellt út í og hitað að suðu. Það þarf að hafa gott eftirlit og hraðar hendur, því að kakó þýtur upp úr pottinum ef litið er af því. Um leið og sýður er það tekið af hellunni og hiti lækkaður. Kakóið er svo látið malla áfram og verður eiginlega betra og betra eftir því sem það mallar lengur.
Að sjálfsögðu gerir sletta af þeyttum rjóma útslagið!
— KAKÓ — BERGÞÓR — HEITT SÚKKULAÐI — DRYKKIR — ÍSLENSKT —
.