Hátíðakakó – dýrindis kakóbolli

Það er alltaf notalegt að fá sér hátíðakakó dýrindisbolli kakóbolli með rjóma kakó heitt súkkulaði kósístund bergþór pálsson hot chocolate recipe How to make hot chocolate simple?
Það er alltaf notalegt að fá sér hátíðakakó

Hátíðakakó

Í bernsku heimsótti Bergþór ömmu sína reglulega og þau spjölluðu saman um lífið og tilveruna í „kósístund“.

Þá bjuggu þau gjarnan til kakó sem hann hefur oft talað um og sagt vera betra en súkkulaði sem boðið er upp á. Mig grunaði að það hefði verið betra í minningunni, þar sem honum þótti afar vænt um ömmu sína.

Ég bað hann því að útbúa fyrir mig þessa umtöluðu uppskrift og ég verð að játa að þetta er algjör dýrindisbolli.

KAKÓBERGÞÓRHEITT SÚKKULAÐI DRYKKIRÍSLENSKT

.

Hátíðakakó – dýrindis kakóbolli

Hátíðakakó

2 msk kakó
3 msk sykur
½ tsk salt
1 tsk smjör
½ tsk vanillusykur
3 msk vatn

Þetta er látið sjóða og verður þykk sósa.

7 dl af mjólk
½ dl rjómi

Þá er mjólk og rjóma hellt út í og hitað að suðu. Það þarf að hafa gott eftirlit og hraðar hendur, því að kakó þýtur upp úr pottinum ef litið er af því. Um leið og sýður er það tekið af hellunni og hiti lækkaður. Kakóið er svo látið malla áfram og verður eiginlega betra og betra eftir því sem það mallar lengur.

Að sjálfsögðu gerir sletta af þeyttum rjóma útslagið!

Sjóðið kakó, sykur, salt, smjör, vanillusykur og vatn í potti þangað til verður að þykkri sósu

KAKÓBERGÞÓRHEITT SÚKKULAÐI DRYKKIRÍSLENSKT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.