Mangó- og kjúklingasalat

Mangó- og kjúklingasalat mangó salat kjúklingur kjúlli dressing
Mangó- og kjúklingasalat. Hollt, bragðgott og fallegt salat.

Mangó- og kjúklingasalat

Stundum er ráð að hafa máltíðir léttari, svo ekki sé nú talað um hve gott er að eiga tilbúið fallegt salat eftir hressandi útiveru, góða brennslu í ræktinni eða annað slíkt. Hollt, bragðgott og fallegt salat. Til tilbreytingar má raða eggjabátum ofan á salatið.

SALÖTKJÚKLINGURMANGÓDRESSING

.

Mangó- og kjúklingasalat

2 kjúklingabringur
Steikið kjúkling í olíu á pönnu, kryddið með salti og pipar og látið kólna.

Mangósalat
saxað grænt grænmeti (spínatkál, ísberg, kínakál eða Lambhagasalat)
1 lítið mangó
1 msk. rifinn parmesanostur yfir salat

Salatdressing:
2 msk ólífuolía
1 tsk balsamikedik
smá salt
smá hunang
1/3 tsk Dijon sinnep
1 msk vatn
Setjið glerkrukku, lokið og hristið vel. Hellið hluta eða öllu yfir salatið.

SALÖTKJÚKLINGURMANGÓDRESSING

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum

Berjaeftirréttur með kókosbollum og hrískúlum. Stundum er tíminn takmarkaður til að útbúa eftirrétti. Þessi varð eiginlega saminn á staðnum og svo sem ekki stuðst við nákvæm mál. En ég skal samt gera mitt besta og skrifa niður málin nokkurnvegin rétt.

Grillað og ofnbakað acorn grasker

Grillað og ofnbakað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö.