Kjötsúpa
Það er ekki til ein rétt uppskrift að kjötsúpu, hver hefur sinn háttinn á. Í mörgum löndum er til sambærilegur réttur og okkar kjarngóða kjötsúpa, þegar ýmiskonar grænmeti er eldað með kjöti og fleiru góðu í langan tíma. Fyrir fólk sem vill kolvetnaminna mataræði hentar kjötsúpan vel með því að sleppa kartöflum, hrísgrjónum, haframjöli eða öðru kolvetnum.
Svo er það kunnara en frá þurfi að segja að súpan sé betri daginn eftir, upphituð.
.
Kjötsúpa
1 kg súpukjötsbitar
1/2 b gróft saxaður blaðlaukur
1 ½ – 2 l vatn
1 msk salt
2-3 b grænmeti (hvítkál, gulrætur, sellerý, rófur eða annað sem til er)
2-3 msk súpujurtir
Setjið kjöt, vatn og salt í pott og látið suðuna koma upp og veiðið froðuna af. Sjóðið áfram í amk 1/2 klst. Bætið þá við grænmeti og súpujurtum. Sjóðið í 20 – 30 mín.
.