Kjarngóð íslensk kjötsúpa

Kjötsúpa kjöt íslenskt grænmetii súpujurtir íslenskur matur
Kjötsúpa, rammíslenskt góðgæti

Kjötsúpa 

Það er ekki til ein rétt uppskrift að kjötsúpu, hver hefur sinn háttinn á. Í mörgum löndum er til sambærilegur réttur og okkar kjarngóða kjötsúpa, þegar ýmiskonar grænmeti er eldað með kjöti og fleiru góðu í langan tíma. Fyrir fólk sem vill kolvetnaminna mataræði hentar kjötsúpan vel með því að sleppa kartöflum, hrísgrjónum, haframjöli eða öðru kolvetnum.

Svo er það kunnara en frá þurfi að segja að súpan sé betri daginn eftir, upphituð.

 

SÚPURKJÖTÍSLENSKT

.

Kjötsúpa 

1 kg súpukjötsbitar
1/2 b gróft saxaður blaðlaukur
1 ½ – 2 l vatn
1 msk salt
2-3 b grænmeti (hvítkál, gulrætur, sellerý, rófur eða annað sem til er)
2-3 msk súpujurtir

Setjið kjöt, vatn og salt í pott og látið suðuna koma upp og veiðið froðuna af. Sjóðið áfram í amk 1/2 klst. Bætið þá við grænmeti og súpujurtum. Sjóðið í 20 – 30 mín.

SÚPURKJÖTÍSLENSKT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðiterta með viðhöfn

Ferrero Rocherterta

Súkkulaðiterta með viðhöfn. Hneturnar og pralínið úr þeim gera þessa tertu að sérstakri upplifun. Stökkt kornfleksið saman við pralínsmjörið gerir fólk þannig á svipinn, að það virðist hafa komist til himnaríkis. Alla vega er þetta hátíðaterta með þremur kremum (!) og gott að hafa góðan tíma til að útbúa. En stundum er gaman að hafa mikið við, t.d. á jólum, páskum, stórafmælum eða brúðkaupum.

Alberteldar FIMM ÁRA – gaman að segja frá því

Alberteldar FIMM ÁRA - gaman að segja frá því að í dag eru slétt fimm ár síðan þessi síða fór í loftið. Síðan þá hafa birst tæplega þúsund færslur. Innlitin eru rétt tvær milljónir.

Í tilefni dagsins er hér fyrsta uppskrifin sem birtist:

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.