er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.
“Hrátt kakó er ekki aðeins ein besta magnesíumgjöfin sem völ er á, heldur inniheldur það einnig fjölda annarra næringarefna, eins og andoxunarefni, járn, kalk og trefjar. Magnesíum gegnir lykilhlutverki í yfir 300 lífsnauðsynlegum efnaskiptahvörfum í líkamanum, þar á meðal við stjórn á vöðva- og taugarafvirkni, blóðsykursstjórnun og blóðþrýstingi. Fyrir þá sem vilja auka magnesíuminntöku á náttúrulegan og hollan hátt, er hrátt kakó frábær valkostur sem sameinar heilsubætandi eiginleika með einstöku bragði. Með 550 mg af magnesíum í hverjum 100 grömmum er það ein öflugasta magnesíumuppspretta í fæðunni.”
Matarhátíð Búrsins í Hörpu 25. og 26. nóvember 2017. Glæsileg Matarhátíð Búrsins stendur yfir í Hörpu um helgina. Þeir sem ekki fóru í dag ættu að drífa sig á morgun. Því miður komst ég ekki yfir að koma við í öllum básum. Framtakið er til fyrirmyndar og öll sú gæðafæða sem þarna er í boði. Mikið getum við verið stolt af okkar matarfrumkvöðlum og því sem þeir eru að gera.
Marshall restaurant. Glaðir vorvindar geysast um Grandann í Reykjavík og miðbærinn hefur nú teygt sig alla leið þangað. Marshall restaurant í samnefndu húsi er hluti af nýjum ferskum Grandagarði.
Á fyrstu hæðinni í Marshall húsinu er rúmgóður veitingastaður, hann er bjartur enda stórir gluggar í báðar áttir. Yndislegt útsýni er yfir höfnina þar sem bátar af ýmsum stærðum og gerðum sigla inn og út. Fín hnífapör og hvítar tauservíettur, alltaf segir það nú sitthvað um staðinn og sem fyrstu áhrif sem maður fær á tilfinninguna fyrir því að hér sé vandað til verka.