Hörpudiskur í Creamy Tuscan sósu
Þessi sósa er himnesk, og eins og nafnið bendir til er hún ættuð frá Toscana, m.a. með sólþurrkuðum tómötum, rjóma, hvítvíni og parmesan, – já, þetta hljómar eins og sósa sem hægt er að borða eina og sér og sleikja út um … Réttinn góða útbjó hinn þekkti sælkerakokkur Þorsteinn Þráinsson á Ísafirði með dyggri aðstoð eiginkonunnar Evu Friðþjófsdóttur. Steini notaði hörpudisk frá Víði í Nora Seafood sem hann léttsteikti í hvítlaukssmjöri áður en hann fór saman við sósuna. Vel má nota annan fisk, pasta eða kjúkling.
Hörpudiskur og Creamy Tuscan sósa – hrikalega góður réttur.
— HÖRPUDISKUR — ÞORSTEINN ÞRÁINSSON — ÍSAFJÖRÐUR — FISKUR —
.
Hörpudiskur Creamy Tuscan sósu
2 msk ólífuolía
2 msk smjör
2 msk fíntsaxaður hvítlaukur
½ laukur (lítill) fíntsaxaður
1/3 bolli hvítvín
4-5 sólþurrkaðir tómatar skornir í strimla
1 peli rjómi
Salt og pipar
3 bollar spínat skorið í strimla
2-3 msk rifinn parmesan
1 msk söxuð steinselja
Hvítlaukur og sólþurrkaðir tómatar svissaðir í olíu og smjöri, hvítvíninu bætt út í þegar hvítlaukurinn byrjar að brúnast. Rjómanum bætt við og látið malla við vægan hita meðan sósan hitnar og þykknar, spínatinu bætt út í og svo parmesan ostinum í lokin. Salt og pipar bætt við ef ykkur finnst þurfa.
Það er líka gott að setja smá olíu af sólþurrkuðu tómötunum út á pönnuna upphafi.
Þessi sósa passar með flestu sjávarfangi, á mjög vel við hörpuskel og risarækjur.
Það má vera meira af öllu sem gerir sósuna bara betri!
— HÖRPUDISKUR — ÞORSTEINN ÞRÁINSSON — ÍSAFJÖRÐUR — FISKUR —
.