Nutella úr kjúklingabaunum

Nutella úr kjúklingabaunum nútella heimagert nutella viðbit kjúklingabaunir ofan á brauð vegan súkkulaði hollusta einfalt Bjarney ingibjörg
Nutella úr súkkulaði og kjúklingabaunum er ekki síðra en þetta “venjulega” og mun hollara. Notalegt viðbit.

Nutella úr kjúklingabaunum

Það er alveg hægt að útbúa ljúffengt nutella án þess að nota heslihnetur. Einhverju sinni útbjó ég nutella og birti á síðunni en það var bara alls ekki nógu gott: ÞESSI HÉR. Bjarney Ingibjörg mætti á kennarafund með nutella sem hún gerði sjálf og það var öllu betra en það sem ég gerði um árið – eiginlega bara ekkert líkt því.

— NUTELLA — HESLIHNETURKJÚKLINGABAUNIRVEGANBJARNEY INGIBJÖRGBRAUÐ

.

Nutella úr kjúklingabaunum

1 ds kjúklingabaunir
1 1/2 b haframjólk
170 g 70% súkkulaði
5 mjúkar döðlur
1 msk síróp
1 tsk kókosolía
1 tsk vanilla
1/4 tsk salt.

Sigtið safann af kjúklingabaununum. Bræðið súkkulaði og kókosolíu. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið mjög vel.
Bætið við mjólk ef ykkur finnst þetta of þykkt.

— NUTELLA — HESLIHNETURKJÚKLINGABAUNIRVEGANBJARNEY INGIBJÖRGBRAUÐ

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Mandarínusmákökur – verðlaunasmákökur

Mandarínusmákökur. Það hefur nú þróast þannig að hluti af aðventunni er að smakka og dæma smákökur. Á dögunum vorum við í árlegri smökkun hjá Íslensku lögfræðistofunni. Eggert heillaði dómnefndina með mandarínusmákökunum. Bragðið af mandarínunum var passlega mikið. Stökkar kökur með svolitlu af súkkulaði gerir þær svo enn betri.

Muffins með karamellukurli

muffins

Muffins með karamellukurli. Á dögunum fórum við til Vestmannaeyja, þar tóku höfðinglega á móti okkur María frænka mín og Addi hennar maður og nærðu okkur andlega og líkamlega. Hann fór með okkur um Heimaey og hún bauð upp á kaffihlaðborð að ferðinni lokinni - þar var meðal annars boðið upp á muffins með karamellukurli

Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Steinakökur - 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: "Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning" "Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"
"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"
"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"