Nutella úr kjúklingabaunum
Það er alveg hægt að útbúa ljúffengt nutella án þess að nota heslihnetur. Einhverju sinni útbjó ég nutella og birti á síðunni en það var bara alls ekki nógu gott: ÞESSI HÉR. Bjarney Ingibjörg mætti á kennarafund með nutella sem hún gerði sjálf og það var öllu betra en það sem ég gerði um árið – eiginlega bara ekkert líkt því.
— NUTELLA — HESLIHNETUR — KJÚKLINGABAUNIR — VEGAN — BJARNEY INGIBJÖRG — BRAUÐ —
.
Nutella úr kjúklingabaunum
1 ds kjúklingabaunir
1 1/2 b haframjólk
170 g 70% súkkulaði
5 mjúkar döðlur
1 msk síróp
1 tsk kókosolía
1 tsk vanilla
1/4 tsk salt.
Sigtið safann af kjúklingabaununum. Bræðið súkkulaði og kókosolíu. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið mjög vel.
Bætið við mjólk ef ykkur finnst þetta of þykkt.
— NUTELLA — HESLIHNETUR — KJÚKLINGABAUNIR — VEGAN — BJARNEY INGIBJÖRG — BRAUÐ —
.