
Gerbrauð með fyllingu, bragðmikið kaffimeðlæti sem öllum líkar vel.
Góður ilmur fyllir húsið þegar matbrauð eins og þetta er bakað og á eftir kemur góða bragðið og ánægjan sem fylgir nýbökuðu brauði. Gerbrauðið með fyllingunni var í boði hjá Árdísi Huldu þegar hún sló upp veislu fyrir Húsfreyjuna.
— BRAUÐ — BAKSTUR — KAFFIMEÐLÆTI — ÞURRGER — VANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR — ÁRDÍS HULDA — HÚSFREYJAN —
.
Gerbrauð með fyllingu
½ pakki þurrger
1 dl mjólk
2 dl vatn
¼ dl matarolía
1 tsk. salt
450 – 475 gr hveiti
Blandið saman vatni og mjólk og hitið þar til verður ylvolgt, bætið þurrgerinu út í, látið taka sig í nokkrar mínútur. Bætið út í matarolíu, salti og hveiti. Hnoðið saman og látið lyfta sér í ca. 40-45 mín.
Fylling
Pepperoni
Reykt skinka
Rifinn cheddarostur
Rifinn mexíkóostur
Smurostur með beikonbragði
1 egg til að pennsla með
Þegar deigið er búið að lyfta sér, fletjið það út, smyrjið beikonsmurosti á deigið, setjið fyllinguna inn í eftir endilöngu deiginu, lokið með því að brjóta deigið saman. Penslið að utan með eggi og stráið mexíkóosti yfir. Látið lyfta sér í 30 mín. Bakað ofarlega í ofni við 225°C í um 25 mínútur.

— BRAUÐ — BAKSTUR — KAFFIMEÐLÆTI — ÞURRGER — VANDAMÁL VIÐ GERBAKSTUR —
.