
Pitsa með hveitikímbotni
Hveitikím er næringarríkt og stútfullt af próteinum, trefjum og nauðsynlegum vítamínum og steinefnum. Frábær leið til að njóta góðs af hollustu hveitikíms.
— HVEITIKÍM — PITSUR — HVÍTLAUKSOLÍA —
.

Pitsa með hveitikímbotni
Pitsubotn
2/3 b hveitikím
1/4 b vatn
1/4 tsk oreganó
1/4 tsk timian
Blandið saman hveitikími, vatni og kryddi og mótið/fromið þunna köku á smjörpappír. Bakið við 185 °C í 10-12 mín.
Dreifið pitsusósu yfir botninn og mozzarellaosti. Bakið við 200°C í um 10 mín. Stráið yfir smávegis af grænu salati og furuhnetum. Berið fram með ólífuolíu (ólífuolía og marinn hvítlaukur).

— HVEITIKÍM — PITSUR — HVÍTLAUKSOLÍA —
.