Café Riis á Hólmavík

Með Guðrún Ásla atladóttir fyrir framan Café Riis hólmavík good restaurant in holmavik veitingastaður veitingahús
Með Guðrúnu Áslu fyrir framan Café Riis

Café Riis á Hólmavík

Guðrún Ásla Atladóttir er einn yngsti vert landsins, hún á og rekur Café Riis á Hólmavík. Reglulega komum við við hjá henni og erum alsælir með matinn, þjónustuna og umhverfið. Góður heiðarlegur matur á fallegum stað.

HÓLMAVÍK VEITINGA- OG KAFFIHÚSÍSLAND

.

Steiktur þorskur með bankabyggi og paprikuostasósu

 

Teryaki lambasalat með sætkartöflufrönskum og rauðlaukssultu
Sjávarréttasúpa með fullt af allskonar fiski

 

Salat með rækjum og reyktum laxi, risarækjur steiktar í hvítlauks/chili smjöri og pitsa Andrea style
Fiskur dagsins, smjörsteiktur splunkunýr þorskur með svepparisottói, gulrótum og fleiru góðu
Pönnusteiktar gellur í raspi með smjörsteiktum lauk og kartöflum
Ostapitsa og klassík með ólífum pepperóni, chili og gráðaosti
Ostapitsa og klassík með ólífum pepperóni, chili og gráðaosti
Mangó chutney lax – fiskur dagsins
Tvíreykt ærkjöt af Ströndum með piparrótarsósu – eitt það allra besta.
Humarpista, afar góð 🙂
Steiktur saltfiskur með ristuðum pistasíum og sætkartöflumús
Súkkulaðiterta og ís frá Erpsstöðum
Skyrkaka með bláberjamauki
og svo kaffi eftir matinn

 

 

Það er fagurt á Hólmavík
Café Riis á Hólmavík

AÐ LOKUM: Okkur finnst mjög gaman að fara út að borða, smakka nýja rétti og deila með gestum síðunnar. Ef þið viljið umfjöllun er netfangið albert.eiriksson@gmail.com

HÓLMAVÍK VEITINGA- OG KAFFIHÚSÍSLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.