Ananasostakaka

 

Ananasostakaka ostakaka ostaterta ananas terta eftirréttur árdís hulda hlaup Frá vinstri Árdís hulda eiríksdóttir, Sigrún, Soffía, Sigurbjörg, Lovísa, Lucia, Hrönn, Ragnhildur og Vilborg eiríksdóttir
Ananasostakaka. Kosturinn við ostaköku eins og þessa er að hana er gott að útbúa daginn áður.

Ananasostakaka

Ananas er í uppáhaldi, ostakökur eru í uppáhaldi – þannig að útkoman getur bara orðið góð. Kosturinn við ostaköku eins og þessa er að hana er gott að útbúa daginn áður. Árdís systir mín var með ananasostakökuna í boði á dögunum.

OSTAKÖKURANANASTERTURÁRDÍS HULDA

.

Ananasostakaka

Botn
250 gr gott kex, t.d. hafrakex með karmellu og súkkulaði
50 gr smjör, brætt
Myljið kexið t.d. í matvinnsluvél og bætið bráðnu smjörinu út í. Setjið í mót. Kælið í ísskáp á meðan fyllingin er búin til.

Fylling
400 gr rjómaostur
4 eggjarauður
6 msk. sykur
1 msk. sítrónusafi
4 msk. ananaskurl
1 peli rjómi, þeyttur
4 blöð matarlím

Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Bræðið yfir vatnsbaði, ásamt sítrónusafanum. Kælið.
Þeytið rjómaost, eggjarauður og sykur vel saman. Bætið ananaskurli út í. Bætið síðan matarlímsblöndunni út í, hellið í mjórri bunu og þeytið vel á meðan. Að lokum er rjómanum hrært varlega saman við.
Hellið fyllingunni yfir botninn og kælið vel í a.m.k. 4 klst.

Hlaup
½ lítri hreinn ananassafi
4 blöð matarlím
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mín. og bræðið síðan í ananassafanum yfir vatnsbaði.
Kælið.
Hellið yfir kökuna. Kælið í ísskáp þar til hlaupið er orðið stíft.

.

Dömuboð Árdísar. Frá vinstri Árdís, Sigrún, Soffía, Sigurbjörg, Lovísa, Lucia, Hrönn, Ragnhildur og Vilborg.

 

OSTAKÖKURANANASTERTURÁRDÍS HULDA

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kartöflumús úr sætum kartöflum

Sætkartöflumús

Kartöflumús úr sætum kartöflum er góð tilbreyting í meðlætinu. Best finnst mér að flysja kartöflurnar, skera þær í grófa bita, sjóða. Bæta síðan við smjörklípu og krydda með cumini og múskati....

Hnetuhrískex – undurgott hollustunammi

Hnetuhrískex

Hnetuhrískex. Stundum fæ ég sendar uppáhalds uppskriftir fólks. Lísa sendi mér þetta hnetuhrískex sem er verulega gott nammi. Undurgott hnetuhrískex getur bætið verið fyrirtak með góðum kaffisopa og líka sem hollustunammi milli mála.

D – vítamínið góða

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla.

Soðið rauðkál

Soðið rauðkál. Það er auðvelt að tengja lykt við tímabil í lífi okkar, t.d. frá barnæsku minni man ég vel ilminn þegar verið var að sjóða niður rauðrófur og rauðkál til jólanna...