Ananasostakaka
Ananas er í uppáhaldi, ostakökur eru í uppáhaldi – þannig að útkoman getur bara orðið góð. Kosturinn við ostaköku eins og þessa er að hana er gott að útbúa daginn áður. Árdís systir mín var með ananasostakökuna í boði á dögunum.
— OSTAKÖKUR — ANANAS — TERTUR — ÁRDÍS HULDA —
.
Ananasostakaka
Botn
250 gr gott kex, t.d. hafrakex með karmellu og súkkulaði
50 gr smjör, brætt
Myljið kexið t.d. í matvinnsluvél og bætið bráðnu smjörinu út í. Setjið í mót. Kælið í ísskáp á meðan fyllingin er búin til.
Fylling
400 gr rjómaostur
4 eggjarauður
6 msk. sykur
1 msk. sítrónusafi
4 msk. ananaskurl
1 peli rjómi, þeyttur
4 blöð matarlím
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mínútur. Bræðið yfir vatnsbaði, ásamt sítrónusafanum. Kælið.
Þeytið rjómaost, eggjarauður og sykur vel saman. Bætið ananaskurli út í. Bætið síðan matarlímsblöndunni út í, hellið í mjórri bunu og þeytið vel á meðan. Að lokum er rjómanum hrært varlega saman við.
Hellið fyllingunni yfir botninn og kælið vel í a.m.k. 4 klst.
Hlaup
½ lítri hreinn ananassafi
4 blöð matarlím
Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í 5 mín. og bræðið síðan í ananassafanum yfir vatnsbaði.
Kælið.
Hellið yfir kökuna. Kælið í ísskáp þar til hlaupið er orðið stíft.
.
— OSTAKÖKUR — ANANAS — TERTUR — ÁRDÍS HULDA —
.