Hangikjötsbrauðterta Sölva á Síreksstöðum

Sölvi Kristinn Jónsson síreksstaðir vopnafjörður hangikjötssalat andaegg sardínur kavíar ísland heimareykt hangikjöt baunasalat skonsubrauðterta skonsur Karen Hlín Halldórsdóttir
Sölvi Kristinn með hangikjötsbrauðtertuna girnilegu. Á brauðtertunni (og í salatinu) eru egg úr öndunum á bænum og hangikjötið er reykt á Síreksstöðum.

Hangikjötsbrauðterta

Á bænum Síreksstöðum í Vopnafirði búa rausnarbúi Sölvi Kristinn Jónsson og Karen Hlín Halldórsdóttir. Auk þess að reka sauðfjárbú eru þau með fyrirmyndar ferðaþjónustu og bjóða upp gistingu og veitingar. Þau leitast við að hafa hráefnið ekki bara úr héraði, heldur mest af bænum. Það fyrsta sem Sölva bónda datt í hug þegar ég nefndi við hann að útbúa sitt uppáhald fyrir bloggið var brauðterta, gamaldags sívinsæl góð íslensk skonsubrauðterta með hangikjötssalati og sardínum

SÖLVI KRISTINNSÍREKSSTAÐIRVOPNAFJÖRÐURBRAUÐTERTURHANGIKJÖT

.

Brauðterta með hangikjötssalati, andaeggjum, kavíar og sardínum

Skonsubrauðterta

3 egg

1 msk sykur

3 bollar hveiti

3 msk olía

3 tsk lyftiduft

1 tsk salt

mjólk eftir þörfum

Blandið öllu saman og bakið skonsur á pönnukökupönnunni. Látið þær kólna.

Hangikjötssalat

2-300 g hangikjöt skorið smátt

2 dl mæjónes

5 soðin egg (Sölvi notaði eigin andaegg)

1/2 ds blandað grænmeti

Hlutföllin eru nokkuð frjálsleg og langt frá því að vera meitluð í stein. Blandið öllum hráefnunum saman. Setjið á milli botanna. Skreytið með eggjum, kavíar og sardínum.

SÖLVI KRISTINNSÍREKSSTAÐIRVOPNAFJÖRÐURBRAUÐTERTURHANGIKJÖT

— HANGIKJÖTSBRAUÐTERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gulrótarhummus Diddúar

Gulrótarhummus Diddúar. Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir bauð heim á dögunum, þegar Diddú býður heim þá er veisla - stórveisla og mikið af öllu og eins gott að mæta ekki þangað saddur. Ég byrjaði á því að ganga á Esjuna og þaðan inn í Mosfellsdalinn til Diddúar. Þegar þangað var komið var ég auðvitað banhungraður :)

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen - humar, bleikja og flauelsbúðingur. Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum, enn vantaði tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins

Pönnukökur – þjóðlegar með góðum kaffisopa

Pönnukökur

Upprúllaðar pönnukökur með sykri teljast víst seint til hollustufæðis en mikið er gott að smakka þær annað slagið með góðum kaffisopa. Ætli megi ekki segja að fortíðarþrá fylgi þeim. Í skírnarveislu hér í dag var m.a. boðið uppá pönnukökur og gaman að segja frá því að þær kláruðust fyrst.