Sírópskökur

Sírópskökur Skíðafélagskökur kristín bjarnadóttir ísafjörður kvennakór ísafjarðar Lu kex kanill síróp sýrópskökur
Stökkar, ljúffengar sírópskökur sem minna á Lu kex

Sírópskökur

Þessar kökur eru stökkar og ljúffengar og minna á Lu kex. Kristín Bjarnadóttir í Kvennakór Ísafjarðar er ein af þessum sem hefur bæði smekk og tilfinningu fyrir góðum mat og bakstri. Hún er reyndar líka sérfræðingur í að sjá veröldina björtum augum og mættum við mörg taka hana til fyrirmyndar í því efni. Kristín bakar sírópskökurnar oftast í kringum Skíðaviku og þá eru þær kallaðar Skíðafélagskökur, en auðvitað má baka þær hvenær sem er ársins. Kristín varð fúslega við því að gefa uppskriftina.

SÍRÓPSKÖKURÍSAFJÖRÐURKVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR

.

Sírópskökur

600 gr hveiti
400 gr sykur
2 tsk kanill kúfaðar
2 tsk matarsódi
2 tsk lyftiduft
400 gr smjörlíki, við stofuhita
4 msk síróp kúfaðar
1 egg
vanilludropar u.þ.b. 1/2 glas.

Blandið þurrefnum vel saman með sleif í skál. Myljið smjörlíki saman við með höndum. Bætið síðast við sírópi, eggi og vanilludropum. Skiptið í sex hluta. Deigið er svolítið klesst, en það er í lagi. Búið til rúllur úr hverjum hluta, setjið tvær rúllur í einu á plötu með bökunarpappír og fletjið svolítið út með fingrum.

Bakið við 180-190°C með blæstri í u.þ.b. 15 mín. Skerið í bita meðan kökurnar eru heitar. Látið kólna vel áður en sett er í kökubox.

SÍRÓPSKÖKURÍSAFJÖRÐURKVENNAKÓR ÍSAFJARÐAR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Handaband – persónulegt og hlýlegt

Handaband

Handaband. Talið er að það taki okkur aðeins nokkrar sekúndur að ákveða hvort okkur líkar við persónu sem við hittum í fyrsta skipti. Handaband getur sagt margt um persónuleika og hlýleika þess sem heilsar. Að taka í höndina á annari manneskju getur táknað meira en sjálfsagða kurteisi, ekki síst þegar um viðskipti er að ræða. Það getur sagt talsvert um traust, áreiðanleika, hreinskiptni og falsleysi.

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín

Hóflega drukkið vín. Þeir sem kunna með vín að fara dreypa á því, ýmist með því að skála fyrir borðhald eða í léttvíni með matnum og drekka a.m.k. eitt vatnsglas á móti hverju glasi af léttvíni. Vörumst að svolgra í okkur víninu.

Fyrri færsla
Næsta færsla