Litlar Pavlovur
Söngkonan Berta Dröfn kann svo sannarlega að lifa lífinu og lætur drauma sína rætast. Reglulega fréttist af henni syngjandi í uppfærslum í New York eða á Ítalíu. Hún er af miklu „matarkyni” komin er óhrædd við að prófa nýja rétti og slær upp veislu af minnsta tilefni. Milli þess sem hún sinnir gestum Þjóðarbókhlöðunnar stjórnar hún tveimur kvennakórum með brosi á vör, Grindavíkurdætrum og Kvennakórnum Hrynjanda. Berta heldur reglulega til Ítalíu, ýmist í tónleikaferðir eða sem leiðsögukona með fróðleiksfúsa ferðamann. Svanur Vilbergsson gítarleikari stóð þétt við hlið Bertu sinnar við að undirbúa veisluna.
— BERTA DRÖFN — PAVLOVUR — SALÖT — HÚSFREYJAN — GRINDAVÍK — KVENNAKÓR —
.
Litlar pavlovur – Eftirréttur fyrir 6 manns
Botn:
4 eggjahvítur
150 gr. sykur
100 gr. flórsykur
Hrærið eggjahvítu og sykri mjög vel saman í hrærivél. Sigtið flórsykur í skál og bætið við í hrærivélina í skömmtum.
Setjið marensinn í sprautu og dreyfið með jöfnu millibili á bökunarpappír. Bakið við 100° í klukkustund eða þar til hann er orðinn harður.
Toppur:
½ l. rjómi
500 gr. Vanilluskyr
Smartís eða annað skraut á toppinn
Létt þeytið rjómann og blandið skyrinu saman við. Setjið toppinn með lítilli skeið ofan á marensinn rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Skreytið að vild og eftir smekk.
— BERTA DRÖFN — PAVLOVUR — SALÖT — HÚSFREYJAN — GRINDAVÍK — KVENNAKÓR —
.