Róandi kryddkakan hennar Söru

Róandi kryddkakan hennar Söru sara hrund signýjardóttir suðureyri kryddbrauð kryddkaka kaffimeðlæti brauð viðbit súgandafjörður suðureyri við súgandafjörð
Róandi kryddkakan hennar Söru – verulega góð kryddkaka.

Róandi kryddkakan hennar Söru

Ævintýrakonan Sara Hrund Signýjardóttir býr og starfar á Suðureyri. Hún á það til að bruna eldsnemma til Ísafjarðar og synda eina þúsund metra áður en hún fær sér morgunmatinn. Sara kom með nýbakaða, ilmandi kryddköku á kennarafund. Hún segist baka kryddkökuna þegar hún þarf ró. Þess vegna liggur í augum uppi að kalla kökuna: Róandi kryddkakan hennar Söru. Verulega góð kryddkaka.

KRYDDBRAUÐSUÐUREYRIBRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Róandi kryddkakan hennar Söru – verulega góð kryddkaka.

Róandi kryddkakan hennar Söru

2 egg
2 dl mjólk
80 gr smjör

100 gr sykur
100 gr púðursykur
2 tsk matarsódi
240 gr hveiti
3/4 tsk kanill
3/4 tsk negull
Hnífsoddur engifer.

Pískið saman eggjum og mjólk. Bætið við bræddu smjöri.
Blandið þurrefnunum saman og bætið vökvanum saman við. Hrærið rólega með sleif og með bros á vör í góðu andlegu jafnvægi.
Þegar kekkirnir eru farnir má setja deigið í ílangt form og baka við 180°C í 40 til 45 mínútur.

Borðið með vænni klípu af góðu viðbiti.

KRYDDBRAUÐSUÐUREYRIBRAUÐKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónumatarboð hjá Sigurlaugu Margréti

Sigurlaug Margrét Jónasdóttir er gestgjafi af guðs náð. Ekki aðeins er hún snilldarkokkur, heldur verður andrúmsloftið létt og frjálslegt í kringum hana, þar sem allt virðist auðvelt og flest verður tilefni húmors og gjallandi hláturs.

Leiðir okkar Sigurlaugar lágu fyrst saman í geysivinsælum matarþætti, sem hún annaðist í útvarpinu. Hún hefur áður komið við sögu hér á síðunni, en við skrifuðum niður KJÚKLINGARÉTT, sem hún sagði frá í útvarpsþætti fyrir margt löngu.

Appelsínu- og sítrónumarmelaði

Appelsínu- og sítrónumarmelaði. Fagurgult og bragðgott appelsínumarmelaði. Appelsínur eru missætar og sítrónur eru missúrar, það þarf því eiginlega að smakka þetta til og bæta við sykri efir þörfum.