Sörur með Baileyskremi

Sörur með Baileys kremi bubba sara sörur smákökur jólauppskriftir jólasmákökur krem hólmfríður kristinsdóttir
Sörur með Baileys kremi

Sörur með Baileyskremi

Bubba gerir fullorðinsútgáfu af Sörum, setur Baileys og rjóma í kremið – sjúklega gott.

BUBBASÖRURSMÁKÖKURJÓLIN

.

Sörur með Baileyskremi

Botn:
5 eggjahvítur
3 1/2 dl flórsykur
400 g möndlumjöl

Krem:

1/2 lítri rjómi
200 gr suðusúkkulaði
1/2 dl Baileys cirka.

Súkkulaðihjúpur:
250 g dökkt gott súkkulaði

Botn:  Þeytið mjög vel eggjahvítur og flórsykur, setjið möndlumjöl varlega út í. Passið að deigið sé ekki of blautt. Sleifin þarf að standa sjálf. Ef deigið verður of blautt þarf að bíða, að stífnar við að standa. Setjið á plötu með teskeið, hafið kökurnar litlar, ca 1/2 – 2/3 tsk passlegt í eina köku. Bakið við 180°C í 7-10 mín. Kælið kökurnar vel eða frystið áður en kremið fer á þær.

Krem: Rjómi er hitaður og súkkulaði brætt í rjómanum og Baileys sett útí og kælt, þeytt og sett á kökurnar. Þær eru settar í frystir og síðan hjúpaðar.

Súkkulaðihjúpur: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og dýfið kökunum í og hyljið kremið en ekki botninn. Geymið kökurnar í kæli eða frysti.

Sörur með Baileyskremi

BUBBASÖRURSMÁKÖKURJÓLIN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Pasta/kjúklingasalat

Pasta/kjúklingasalat Mörgum saumaklúbbum landsins hefur verið legið á hálsi fyrir að standa ekki undir nafni. Það á ekki við um þennan saumaklúbbnum eru sex konur frá Fáskrúðsfirði. Þær hittast a.m.k. einu sinni í mánuði, sinna handavinnunni af miklum móð í dágóða stund áður en þær setjast til borðs og njóta veitinga þeirrar sem býður heim í það skiptið. Eins og siður er í góðum saumaklúbbum var margt saumað og prjónað í vetur en einnig kynntust þær silfursmíði og smíðuðu sér allar hálsmen. Klúbburinn var stofnaður fyrir nokkrum árum þegar þær störfuðu allar við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Það er afar létt yfir hópnum, mikið talað og mikið hlegið. Þær segjast vera duglegar að prófa nýja rétti og tertur eru í sérstöku uppáhaldi.

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni

Mondlur

Ristaðar möndlur með sítrónu og rósmaríni. Það er upplagt að eiga ristaðar möndlur í ísskápnum til að grípa í þegar hungrið segir til sín. Svo er fljótlegt að útbúa þær - það má þurrista möndlurnar fyrst á heitri pönnu ef fólk vill það frekar og bæta síðan við kryddinu og hinu.