Sörur með Baileyskremi

0
Auglýsing
Sörur með Baileys kremi bubba sara sörur smákökur jólauppskriftir jólasmákökur krem hólmfríður kristinsdóttir
Sörur með Baileys kremi

Sörur með Baileyskremi

Bubba gerir fullorðinsútgáfu af Sörum, setur Baileys og rjóma í kremið – sjúklega gott.

BUBBASÖRURSMÁKÖKURJÓLIN

Auglýsing

.

Sörur með Baileyskremi

Botn:
5 eggjahvítur
3 1/2 dl flórsykur
400 g möndlumjöl

Krem:

1/2 lítri rjómi
200 gr suðusúkkulaði
1/2 dl Baileys cirka.

Súkkulaðihjúpur:
250 g dökkt gott súkkulaði

Botn:  Þeytið mjög vel eggjahvítur og flórsykur, setjið möndlumjöl varlega út í. Passið að deigið sé ekki of blautt. Sleifin þarf að standa sjálf. Ef deigið verður of blautt þarf að bíða, að stífnar við að standa. Setjið á plötu með teskeið, hafið kökurnar litlar, ca 1/2 – 2/3 tsk passlegt í eina köku. Bakið við 180°C í 7-10 mín. Kælið kökurnar vel eða frystið áður en kremið fer á þær.

Krem: Rjómi er hitaður og súkkulaði brætt í rjómanum og Baileys sett útí og kælt, þeytt og sett á kökurnar. Þær eru settar í frystir og síðan hjúpaðar.

Súkkulaðihjúpur: Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og dýfið kökunum í og hyljið kremið en ekki botninn. Geymið kökurnar í kæli eða frysti.

Sörur með Baileyskremi

BUBBASÖRURSMÁKÖKURJÓLIN

.

Fyrri færslaJötunn í Arnardal – aðventuveisla
Næsta færslaSérrítriffle