Sérrítriffle

Sérrýtriffle sérrý eftirréttur jólaeftirréttur gamaldags desert jóna hallgrímsdóttir félag austfirskra kvenna SÉRRÍ sérrítriffle triffle frómas gamaldags matur makkarónurEins og gengur eru til óteljandi útgáfur af triffle og flestar komnar langt frá þeirri upphaflegu. Triffle kemur fyrst fram í uppskriftabókinni The Good Huswifes Jewell eftir Thomas Dawson. Bókin kom út í Englandi 1585 og þar er triffle þeyttur rjóm bragðbættur með sykri, engifer og rósavatni.
Sérrýtriffle. Jóna Hallgrímsdóttir kom með sérrítriffle á hátíðarfund hjá Félagi austfirskra kvenna

Sérrítriffle

Er eitthvað hátíðlegra en triffle, hvort sem það er sérrí eða ekki? Sérrírtiffle er einn af þessum klassísku eftirréttum sem hefur staðið af sér allar tískubylgjur.

Eins og gengur eru til óteljandi útgáfur af triffle og flestar komnar langt frá þeirri upphaflegu. Triffle kemur fyrst fram í uppskriftabókinni The Good Huswifes Jewell eftir Thomas Dawson. Bókin kom út í Englandi 1585 og þar er triffle þeyttur rjómi bragðbættur með sykri, engifer og rósavatni.

EFTIRRÉTTIRSÉRRÍMAKKARÓNURJÓLINFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNATRIFFLEFRÓMAS

.

Sérrítriffle

3 blöð matarlím
20 litlar makkarónukökur
2 egg
1/4 l rjómi
Jarðarber úr dós + sérrí eftir smekk
2-4 msk sykur, eftir smekk
50-75 gr saxað súkkulaði (má vera rjómasúkkulaði og/eða suðusúkkulaði)
3-4 cl Kahlúa líkjör
Jarðarber eða kirsuber til skrauts

Leggið matarlím í bleyti í kalt vatn, raðið kökunum á botn skálarinnar ásamt jarðarberjum (magn eftir smekk). Bleytið upp í kökunum með smá jarðarberjasafa og sérríi, eftir smekk.
Þeytið rjómann og eggin í sitt hvoru lagi, fyrst rjómann með ögn af sykrinum og svo eggin með afganginum af sykrinum. Blandið svo þeytta rjómanum og eggjaþeytingnum varlega saman.
Saxið súkkulaðið smátt og setjið í blönduna ásamt líkjörnum.
Kreistið blöðin, bræðið yfir gufu í ögn af jarðarberjasafanum. Blandið líminu í rjóma- og eggjablönduna og hellið yfir kökurnar og jarðarberin í skálinni.
Skreytið ábætinn með rjómatoppum og jarðarberjum/kirsuberjum.

Sérrýtriffle sem Jóna Hallgrímsdóttir kom með á fund hjá Félagi austfirskra kvenna

 

EFTIRRÉTTIRSÉRRÍMAKKARÓNURJÓLINFÉLAG AUSTFIRSKRA KVENNATRIFFLEFRÓMAS

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Valhnetu- og sveppapaté

pate

Valhnetu- og sveppapaté. Verst að maður á svo erfitt með að hætta að borða patéið og þess vegna er ekki verra að tvöfalda uppskriftina, enda allt í lagi að gúffa í sig...

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum

Kvöldkaffi hjá kvenfélagskonum í Flóanum. Starf kvenfélaga víða um land stendur í miklum blóma. Konurnar leggja á sig mikla vinnu, safna peningum sem síðan renna til góðra málefna, auk þess sem félagsskapurinn eykur samheldni og styrkir einstaklingana, sem oft springa út sem áhrifavaldar í samfélaginu.  Í vikunni var okkur boðið að spjalla við kvenfélagskonur í Flóanum og að sjálfsögðu svignuðu borðin af dásamlegu góðgæti.. Kvenfélög Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps halda saman árlega kvöldvöku á vorin.  Mikið á vel við mig að vera boðinn í kaffisamsæti þar sem veisluborðið er hlaðið að heimagerðu bakkelsi og hitta skemmtilegt fólk!