Það er nú alveg sérlega gaman að segja frá því að í dag eru liðin 25 ár síðan leiðir okkar Bergþórs lágu saman. Á köldum en fögrum janúardegi hittumst við á Hverfisgötunni í Reykjavík, hann bauð mér í kaffi og segir (vonandi í gríni) að ég sé ennþá í kaffi 🙂 Eðlilega hefur margt gerst á aldarfjórðungi. Oft er hjónabandi líkt við veðrið; sól og hlýir sunnanvindar og norðanáhlaup (sem oftast stendur stutt) og þess á milli er alls konar veður. Veðurleysa í hjónabandi er ekki eftirsóknarverð, því að til að kunna að meta góða veðrið, þarf aðeins að blása á milli.
Þegar horft er til baka er greinilegt að okkur Bergþóri var ætlað að hittast – áfram örkum við saman vorn æviveg.
Núllpunkturinn, við hittumst á Hverfisgötunni í lok janúar 1999Við giftum okkur í Dómkirkjunni á fögrum ágústdegi. MEIRA HÉR.Með tengdó 17. júní 2019 þegar 75 ár voru liðin frá útskrift hans frá Menntaskólanum í Reykjavík. Páll útskrifaðist árið 1944 og strax eftir útskrift var skundað á Þingvöll. MEIRA HÉR.Aldarfjórðungur og áfram örkum við saman vorn æviveg.Tókum þátt í auglýsingu Íslandsstofu sem kallaðist Ferðumst innanlands, auglýsingin var tekin upp í Tjöruhúsinu á Ísafirði. Og um svipað leyti urðu vatnaskil þegar Bergþóri var boðið að gerast skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar, til að einfalda málið varð ég svo fljótlega aðstoðarskólastjóri 🙂 Í vor, fjórum árum síðar, lýkur ævintýralega skemmtilegum árum okkar á Ísafirði.Í Covid var fitjað upp á og prjónaðar lopapeysur af miklum móð. Núna æfum við Fiðlarann á þakinu þá þá voru prjónarnir aftur teknir fram og lopapeysurnar verða tíu áður en sýningum lýkur.Í tilefni tímamótanna var aðstendendunum Fiðlarans á þakinu boðið upp á brauðtertu.
Albert eldar - blár, svartar og rauðar svuntur. Vantar ódýra jólagjöf sem nýtist vel? Er með nokkrar fallegar svuntur til sölu sem á stendur Albert eldar - alberteldar.com
Verðinu er stillt verulega í hóf: 1.500 + sendingarkostnaður.i
Jólatilboð: 1.200 + sendingarkostnaður
Sendið póst á albert.eiriksson@gmail.com eða skilaboð á fasbókinni