Challah brauð

Challah brauð gyðingar gyðingabrauð gerbrauð shabbat bread fiðlarinn á þakinu ísafjörður litli leikklúbburinn ísafirði
Challah brauð sem Catherine Chambers  bakaði fyrir sýningu á Fiðlaranum á þakinu

Challah brauð

Það má segja að hver menningarsamfélag eigi sitt brauð, Baguette hjá Frökkum, Focaccia hjá Ítölum, Naan í Indlandi og Challah hjá gyðingum

Grunn Challahbrauð er fléttað gerbrauð með eggjum, ýmist fléttað með þremur til sex lengjum eða fleirum, og borið fram með salti. Challah er venjulega borðað af Gyðingum á hvíldardegi, sumum helgidögum og í sérstökum tilefnum eins og brúðkaupum. Challah getur til dæmis táknað ást eða framhald einhvers. Til eru ýmsar útgáfur af Challah brauði eins og sjá má HÉR.

BRAUÐFRAKKLANDÍTALÍAINDLAND

.

Challah brauð

1 b volgt vatn
2 tsk ger
4 – 4 1/2 b hveiti
1/4 b sykur
2 tsk salt
2 egg
1 eggjarauða + eggjahvítahvíta til að pensla
1/4 b olía.

Blandið öllu saman (nema eggjahvítu) og látið deigið lyfta sér í um klst. Hnoðið, mótið þrjár lengjur (eða fleiri) og fléttið. Penslið með eggjahvítunni og látið lyfta sér í um klst. Bakið í um 20 mín við 190°C

Fyrir hverja sýningu á Fiðlaranum á þakinu var bakað Challah brauð og notað í sýningunni
Challah brauð sem Catherine Chambers  bakaði fyrir sýningu á Fiðlaranum á þakinu. Ofan á brauðinu er valmúgafræ, svört sesamfræ, venjuleg sesamfræ, hvitlauksduft, laukduft og flögusalt.

BRAUÐFRAKKLANDÍTALÍAINDLAND

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Snúðakaka

Snúðaterta

Snúðakaka. Eins lengi og ég man eftir mér hefur móðir mín bakað þessa köku við miklar vinsældir. Við systkinin reynum oft að baka hana nákvæmlega eins og mamma gerir hana, en þið vitið hvernig andrúmsloftið, eldhúsið hennar mömmu, reynslan og sálin sem hún setur í baksturinn nær ekki alltaf í gegn. Þegar við bökum hana og gefum hinum að smakka, segjum við því alltaf: Iss! þetta er nú ekki eins og hjá mömmu.

Pekanhnetudraumur Svanhvítar

 

 

 

Pekanhnetudraumur. Svanhvít Þórarinsdóttir kom með þessar fallegu og góðu smákökur í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar. Það var einhver notalega sæla sem fylgdi þessum smákökum og dómnefndarmenn höfðu á orði að gott væri að borða þær með góðum kaffisopa.

Hnífapörin á meðan á máltíð stendur og í lok máltíðar

Hnífapör á meðan á máltíð stendur og í lok máltíðar. Á meðan máltíð stendur yfir leggjum við hnífapörin eins og efri myndin sýnir, látum gaffalinn(tindana) snúa niður. Í lok máltíðar leggjum við hnífapörin saman eins og á neðri myndinni. Hvort tveggja er merki til þjónustufólks.