Sandfell í Fáskrúðsfirði

Sandfell í Fáskrúðsfirði sandfellið í fáskrúðsfirði íris eva örnefni Reyðarfjarðareldstöð bergeitill Brimnes
Hið fallega Sandfell í Fáskrúðsfirði. Auðvelt er að ganga á Sandfell, frá Víkurgerði er merkt gönguleið. Gengið er upp fyrir austan fjallið (vinstra megin á myndinni), upp á bak við fjallið og þar upp á toppinn. Á Sandfelli er gestabók og fallegt útsýni yfir allan Fáskrúðsfjörð.

Sandfell í Fáskrúðsfirði

Sandfell er eitt helsta einkenni í Fáskrúðsfirði, gnæfir yfir suðurbyggð fjarðarins og sker sig úr landslaginu með sínum ljósa lit.

SANDFELLFÁSKRÚÐSFJÖRÐURÖRNEFNIÍRIS EVA

.

Sandfell er úr líparíti, það myndaðist fyrir rúmum 11 – 12 milljónum árum þegar kvika úr Reyðarfjarðareldstöðinni tróðst upp undir jarðlög sem þar voru fyrir. Kvikan hefur verið svo rúmmálsmikil að hún lyfti jarðlögunum upp en án þess þó að ná sjálf upp á yfirborðið. Talið er að þykkt jarðlaganna hafi verið meira en 500 metrar. Með tíð og tíma hafa jarðlögin smá saman veðrast og rofnað og eftir stendur Sandfell eins og við þekkjum það í dag, 743 metra hátt. Slík jarðmyndun kallast bergeitill og er undirflokkur gangbergs. Bergeitillinn er um 600 metra þykkur og er Sandfell er eitt besta dæmi um bergeitil á norðurhveli jarðar frá þessum tíma.

Texti: Íris Eva Einarsdóttir

Frá Sandfelli sést Brimnes norðan Fáskrúðsfjarðar. Mynd Jóna Kristín Sigurðardóttir

SANDFELLFÁSKRÚÐSFJÖRÐURÖRNEFNIÍRIS EVA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.