Skreið – Food & fun – Bacalhau á bras og fleira góðgæti

Skreið - Food & fun food and fun veitingahúsið skreið veitingastaður laugavegur laugavegi Sigurlaug margrét jónasdóttir Sigurlaug Margrét, Pedro Pena Bastos og Albert á Skreið
Sigurlaug Margrét, Pedro Pena Bastos og Albert á Skreið

Skreið – Food & fun

Í ferðum mínum til Portúgal hef ég heillast af saltfiskréttum heimamanna. Það gladdi mig því þegar ég sá að Portúgalinn Pedro Pena Bastos væri Food & fun gestakokkur á Skreið á Laugavegi og væri þar með sinn uppáhalds saltfiskrétt, Bacalhau á bras, á seðlinum. Við Sigurlaug Margrét fórum í sparifötin og smökkuðum herlegheitin hjá Pedro.

Á síðasta ári gerðist Pedro yfirkokkur á Four Seasons Ritz í Lissabon og landaði Michelin stjörnu eftir eingöngu 8 mánuði í starfi. Auk þessa hefur Pedro tekið þátt á MasterChef, hann leikur á trommur og þess utan nýtur hann gæðastunda með fjölskyldunni. Pedro er svo sannarlega einn af áhugaverðustu kokkum sinnar kynslóðar.

MJÖÖÖÖg góður matur á Skreið.

Food and fun lýkur á sunnudag og bók­an­ir fara fram í gegn­um Dineout.

– FOOD & FUN —  PORTÚGALSALTFISKURSIGURLAUG MARGRÉTMICHELINBACALHAU Á BRAS

.

Maturinn myndaður
Lambatartar taco, gerjað hvítkál og bókhveiti. Reyktur áll og carob Coscurão, fennill og kastaníur
Hörpuskel, sætar kartöflur, stökkt grænkál og flóamyntuolía
“Bacalhau á bras”, kartöflur, laukur og eggjarauða
Iberico-grís, hnífskel, villisveppahrísgrjón, vatnakarsi og appelsína
Steiktur ananas frá Azores, brauðís með molasses-sírópi og rabanada
Valhnetukaka, kanill og epli

 

Sigurlaug Margrét og Albert
Food & fun

– FOOD & FUN —  PORTÚGALSALTFISKURSIGURLAUG MARGRÉTMICHELINBACALHAU Á BRAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Dýrindis döðluterta

Dýrindis döðluterta. Það er eitthvað svo huggulegt að bjóða upp á nýbakaða döðlutertu með kaffinu. Súkkulaðið og valhneturnar mega alveg vera í sæmilegum bitum, amk ekki of smátt skorið.

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....

Kostgangari hjá Lukku á Happi – myndband

Kostgangari hjá Lukku á Happi og Betufundur - MYNDBAND. Í rúma viku hef ég verið kostgangari hjá Lukku á Happi, á fæði sem kallað er Clean Gut fæði (gluten-, sykur- og mjólkurlaust). Þessir matarpakkar Lukku eru hreinasta snilld, á hverjum degi er sóttur poki með fjölbreyttum og góðum mat fyrir daginn. Grænmeti, baunir, kínóa, fiskur, safar, kjöt og heimsins bestu chiagrautar eru uppistaðan í próteinríkum máltíðunum.

Kanilkjúklingur – bragðmikill kjúklingaréttur frá Norður-Afríku

Kanelkjúklingur

Kanilkjúklingur. Þessi réttur er í miklu uppáhaldi. Uppskriftin er frá Norður-Afríku. Það mætti halda við fyrstu sýn að rétturinn sé sterkur er hann það alls ekki. Epli og tómatar eru gott mótvægi við kryddið.

Grillað og ofnbakað acorn grasker

Grillað og ofnbakað acorn grasker. Í grænmetisdeildinni í Gló í Fákafeni má oft finna grænmeti sem ekki sést í öðrum búðum. Á dögunum sá ég þar grasker sem ég hafði ekki séð áður, acorn grasker. Veit því miður ekki hvað það heitir á íslensku eða yfir höfuð hvort það hefur fengið íslenskt nafn. Stóðst ekki mátið og keypti tvö.