Skreið – Food & fun – Bacalhau á bras og fleira góðgæti

Skreið - Food & fun food and fun veitingahúsið skreið veitingastaður laugavegur laugavegi Sigurlaug margrét jónasdóttir Sigurlaug Margrét, Pedro Pena Bastos og Albert á Skreið
Sigurlaug Margrét, Pedro Pena Bastos og Albert á Skreið

Skreið – Food & fun

Í ferðum mínum til Portúgal hef ég heillast af saltfiskréttum heimamanna. Það gladdi mig því þegar ég sá að Portúgalinn Pedro Pena Bastos væri Food & fun gestakokkur á Skreið á Laugavegi og væri þar með sinn uppáhalds saltfiskrétt, Bacalhau á bras, á seðlinum. Við Sigurlaug Margrét fórum í sparifötin og smökkuðum herlegheitin hjá Pedro.

Á síðasta ári gerðist Pedro yfirkokkur á Four Seasons Ritz í Lissabon og landaði Michelin stjörnu eftir eingöngu 8 mánuði í starfi. Auk þessa hefur Pedro tekið þátt á MasterChef, hann leikur á trommur og þess utan nýtur hann gæðastunda með fjölskyldunni. Pedro er svo sannarlega einn af áhugaverðustu kokkum sinnar kynslóðar.

MJÖÖÖÖg góður matur á Skreið.

Food and fun lýkur á sunnudag og bók­an­ir fara fram í gegn­um Dineout.

– FOOD & FUN —  PORTÚGALSALTFISKURSIGURLAUG MARGRÉTMICHELINBACALHAU Á BRAS

.

Maturinn myndaður
Lambatartar taco, gerjað hvítkál og bókhveiti. Reyktur áll og carob Coscurão, fennill og kastaníur
Hörpuskel, sætar kartöflur, stökkt grænkál og flóamyntuolía
“Bacalhau á bras”, kartöflur, laukur og eggjarauða
Iberico-grís, hnífskel, villisveppahrísgrjón, vatnakarsi og appelsína
Steiktur ananas frá Azores, brauðís með molasses-sírópi og rabanada
Valhnetukaka, kanill og epli

 

Sigurlaug Margrét og Albert
Food & fun

– FOOD & FUN —  PORTÚGALSALTFISKURSIGURLAUG MARGRÉTMICHELINBACALHAU Á BRAS

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.