Bjarneyjarbrauð

Bjarneyjarbrauð bjarney Ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður tónlistarskóli ísafjarðar glúteinlaust brauð glútenlaust brauð finax chia haframjöl hörfræ sólblómafræ eplaedik psyllium husk glutenfree bread
Bjarneyjarbrauð

 

Bjarneyjarbrauð

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir hefur oft komið við sögu á þessari síðu eins og sjá má HÉR. Hún er með glútein- og laktósaóþol og gefur oft óumbeðin uppskrifum og fróðleik til að deila því hún vill upplýsa annað fólk um það sem hún hefur þróað og prófað og deila sínum uppskrifum áfram. Bjarney segir að best sé að baka úr glúteinlausa hveitinu frá Finax.

— BJARNEY INGIBJÖRG — BRAUР– ÍSAFJÖRÐUR —  GLÚTEINLAUST

.

Bjarneyjarbrauð

Bjarneyjarbrauð

3 dl. glúteinlaust hveiti
2 og 3/4 dl haframjöl
1 1/2 tsk matarsódi
1 kúfull tsk lyftiduft
2 msk psyllium husk (SJÁ HÉR)
1 dl ríshveiti eða annað mjöl (kókosmjöl eða möndlumjöl)
1 tsk salt
1 msk eplaedik
5 dl AB mjólk frá Örnu
1 dl vatn
1 msk sólblómafræ
1 msk hörfræ
1 msk chiafræ
Sesamfræ til að strá yfir

Allt hrært saman í stórri skál.
Sett í brauðform.
Best er að láta standa í svona 10 til 15 mín (ég geng frá á meðan) og svo inn í 180° eða 200°C heitan ofn.
Bakið í 45 til 50 mín.
Gott að láta kólna áður en maður sker það því annars klessist það bara.

— BJARNEY INGIBJÖRG — BRAUР– ÍSAFJÖRÐUR —  GLÚTENLAUST

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lúxuslasagna, alveg ljómandi gott

Grænmetislasagna. Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ari útskrifaður með láði - borðsiðir og út að borða á Apótekinu. Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.

Fyrri færsla
Næsta færsla