Bjarneyjarbrauð
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir hefur oft komið við sögu á þessari síðu eins og sjá má HÉR. Hún er með glútein- og laktósaóþol og gefur oft óumbeðin uppskrifum og fróðleik til að deila því hún vill upplýsa annað fólk um það sem hún hefur þróað og prófað og deila sínum uppskrifum áfram. Bjarney segir að best sé að baka úr glúteinlausa hveitinu frá Finax.
— BJARNEY INGIBJÖRG — BRAUÐ – ÍSAFJÖRÐUR — GLÚTEINLAUST —
.
Bjarneyjarbrauð
3 dl. glúteinlaust hveiti
2 og 3/4 dl haframjöl
1 1/2 tsk matarsódi
1 kúfull tsk lyftiduft
2 msk psyllium husk (SJÁ HÉR)
1 dl ríshveiti eða annað mjöl (kókosmjöl eða möndlumjöl)
1 tsk salt
1 msk eplaedik
5 dl AB mjólk frá Örnu
1 dl vatn
1 msk sólblómafræ
1 msk hörfræ
1 msk chiafræ
Sesamfræ til að strá yfir
Allt hrært saman í stórri skál.
Sett í brauðform.
Best er að láta standa í svona 10 til 15 mín (ég geng frá á meðan) og svo inn í 180° eða 200°C heitan ofn.
Bakið í 45 til 50 mín.
Gott að láta kólna áður en maður sker það því annars klessist það bara.
— BJARNEY INGIBJÖRG — BRAUÐ – ÍSAFJÖRÐUR — GLÚTENLAUST —
.