Bjarneyjarbrauð

Bjarneyjarbrauð bjarney Ingibjörg gunnlaugsdóttir ísafjörður tónlistarskóli ísafjarðar glúteinlaust brauð glútenlaust brauð finax chia haframjöl hörfræ sólblómafræ eplaedik psyllium husk glutenfree bread
Bjarneyjarbrauð

 

Bjarneyjarbrauð

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir hefur oft komið við sögu á þessari síðu eins og sjá má HÉR. Hún er með glútein- og laktósaóþol og gefur oft óumbeðin uppskrifum og fróðleik til að deila því hún vill upplýsa annað fólk um það sem hún hefur þróað og prófað og deila sínum uppskrifum áfram. Bjarney segir að best sé að baka úr glúteinlausa hveitinu frá Finax.

— BJARNEY INGIBJÖRG — BRAUР– ÍSAFJÖRÐUR —  GLÚTEINLAUST

.

Bjarneyjarbrauð

Bjarneyjarbrauð

3 dl. glúteinlaust hveiti
2 og 3/4 dl haframjöl
1 1/2 tsk matarsódi
1 kúfull tsk lyftiduft
2 msk psyllium husk (SJÁ HÉR)
1 dl ríshveiti eða annað mjöl (kókosmjöl eða möndlumjöl)
1 tsk salt
1 msk eplaedik
5 dl AB mjólk frá Örnu
1 dl vatn
1 msk sólblómafræ
1 msk hörfræ
1 msk chiafræ
Sesamfræ til að strá yfir

Allt hrært saman í stórri skál.
Sett í brauðform.
Best er að láta standa í svona 10 til 15 mín (ég geng frá á meðan) og svo inn í 180° eða 200°C heitan ofn.
Bakið í 45 til 50 mín.
Gott að láta kólna áður en maður sker það því annars klessist það bara.

— BJARNEY INGIBJÖRG — BRAUР– ÍSAFJÖRÐUR —  GLÚTENLAUST

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla