Margrét Þórhildur drottning
Margrét Þórhildur Danadrottning er einkar alþýðleg, farsæl og einstaklega listræn. Hún hefur meðal annars myndskreytt bækur, gert leikmyndir og búninga fyrir leikhús, hannað og saumað hökkla og altarisklæði auk þess að halda myndlistarsýningar.
— MARGRÉT DANADROTTNING — DANMÖRK — ROYAL — MARGRÉT DANADROTTNING — — INGIRÍÐARTERTAN —
🇩🇰
Margrét fæddist 16. apríl 1940 og var fyrstu árin íslensk prinsessa, allt til ársins 1944. Hún er elsta barn Friðriks konungs IX. og Ingiríðar drottningar. Margrét á tvær systur, Benediktu og Önnu Maríu.
Drottningin ber fjögur nöfn, Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid. Þórhildarnafnið er íslenskt og er skrifað með hinu íslenska þ-i. Kristján X afi hennar var konungur yfir Íslandi þegar hún fæddist.
Meðal fjölskyldu hennar og annarra konungsfjölskyldna í Evrópu er hún kölluð Daisy sem merkir Margrét. Margrétarnafnið kemur einnig frá ömmu hennar sem var sænsk, af ensku bergi brotin en amma hennar var sjálf Viktoría drottning.
Þjóðarblóm Dana er Marguerite Daisy, Argyranthemum Frutescens, sem nefnist Runnabrá á íslensku en einnig stundum kallað Möggubrá.
Árið sem Margrét Þórhildur fæddist hönnuðu silfursmiðir hjá Georg Jensen „Daisy“ skartgrip henni til heiðurs og hefur hún borið nælur, hálsmen og lokka með mynstrinu í ýmsum útfærslum við mörg tækifæri nú síðast í demantsútfærslu á áttræðisafmælinu.
Margrét drottning ríkti í Danmörku í slétt 52 ár, frá 1972 – 2024.
🇩🇰
🇩🇰
— MARGRÉT DANADROTTNING — DANMÖRK — ROYAL — MARGRÉT DANADROTTNING — — INGIRÍÐARTERTAN —
🇩🇰