Blómaafhendingar

0
Auglýsing
Blómaafhendingar afhenda blóm á sviði ræða þakkarræða tækifærisræða undirbúningur
Blómaafhendingar.Blómaafhending þarf að ganga hratt fyrir sig og fumlaust

Blómaafhendingar

Fólk sem afhendir og tekur við blómum á sviði þarf að tala um og helst æfa slíkt áður. Það getur verið vandræðalegt ef þau sem taka að sér að útdeila blómum vita ekki hvenær á að leggja af stað og hvernig á að bera sig að.

BLÓMKURTEISIRÆÐUR

Auglýsing

.

Blómaafhending þarf að ganga hratt fyrir sig. Best er að ganga fumlaust inn með blómin þegar flytjendur hafa hneigt sig einu sinni. Oftar en ekki er klappandi fólk í salnum sem fylgist með. Við blómaafhendingu eru kossar óþarfi, þeir gera þetta lengra (og stundum vandræðalegra).

 

Það sama á við þegar fólk hneigir sig – það þarf að undirbúa/æfa.

Þakkarræður

Fátt er eins eftirminnilegt og notalegt og vel fluttar innihaldsríkar þakkarræður. Stuttar líflegar ræður eru bestar. Ég-um-mig-frá-mér-til mín-ræðurnar eru verstar. Það er eins með þakkarræður og aðrar ræður: þarf að undirbúa.

Varast ber að vera með upptalningu á fólki sem lagði hönd á plóg – oftar en ekki gleymast einhver nöfn sem getur verið óheppilegt og jafnvel móðgandi.

Niðurstaðan er: Undirbúum blómaafhendingu og undirbúum þakkarræður vel.

BLÓMKURTEISIRÆÐUR

.

Fyrri færslaGrískt Moussaka
Næsta færslaSveppabaka og sítrónulax