Heimsins bestu bollur – skólabollur

Heimsins bestu bollur – skólabollur. Verdens beste boller - Harpa Stefánsdóttir Skoleboller gerbakstur gerbollur vanillukrem glassúr vanilla ísafjörður noregur norskur matur kardimommur
Heimsins bestu bollur – skólabollur

Heimsins bestu bollur – skólabollur. Verdens beste boller – Skoleboller

Svei mér þá, held þessa séu um það bil heimsins bestu bollur. Takk fyrir Harpa Stefánsdóttir á Ísafirði.

BOLLURVANILLUKREMGLASSÚRNOREGURÍSAFJÖRÐUR

.

Skólabollur. Mótið kúlur ca. 30 stk gerið holu í miðjuna og setjið gula kremið (vanillukremið) í og látið hefast í klukkutíma.

Heimsins bestu bollur – skólabollur. Verdens beste boller – Skoleboller

1 l mjólk
300 g smjör
250 g flórsykur
1 til 3 tsk kardimommudropar
100 g þurrger
1 og ½ kg. hveiti

Sjóðið saman í potti, mjólk, smjör og flórsykur og kælið síðan niður í 37 gráður. Blandið saman við kardimommudropum.
Hellið vökvanum í hrærivél þar sem hveiti og þurrger er fyrir.
Hrærið saman í vél í ca 10 til 12 mínútur.

Deigið er frekar blautt. (Gott að hafa smá vatn á höndunum þegar kúlur er mótaðar.
Mótið kúlur ca. 30 stk gerið holu í miðjuna og setjið gula kremið (vanillukremið) í og látið hefast í klukkutíma.

Bakið í ca. 7 til 8 mínútur á 250°C (Ég hef með blæstri hitann á 220 til 230°C)

Vanillukrem
2 eggjarauður
1 msk maiziena mjöl
3 msk sykur
3 tsk vanilllusykur
2 dl af mjólk.

Þeytið saman eggjarauður, maizenna, sykur og vanillusykur.
HitIÐ mjólkina að suðu og hellið síðan mjólkinni í smá, skömmtum yfir eggjahræruna á meðan hrært er. Síðan er allt sett í pott og látið sjóða í ca 5 til 6 mínútur en munið að hræra allan tímann þangað til eggjahræran þykknar. Kælið aðeins.

Glassúr
1 eggjahvíta
300 g flórsykur, ca
Vanillusykur 1 til 2 tsk
Vatn
Allt þeytt vel saman. Glassúr settur hringinn í kringum gula kremið og síðan er kókósmjöli eða ristuðum möndluflögum stráð á glassúrinn.

Harpa Stefánsdóttir

BOLLURVANILLUKREMGLASSÚRNOREGURÍSAFJÖRÐUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla