Heimsins bestu bollur – skólabollur. Verdens beste boller – Skoleboller
Svei mér þá, held þessa séu um það bil heimsins bestu bollur. Takk fyrir Harpa Stefánsdóttir á Ísafirði.
— BOLLUR — VANILLUKREM — GLASSÚR — NOREGUR — ÍSAFJÖRÐUR —
.
Heimsins bestu bollur – skólabollur. Verdens beste boller – Skoleboller
1 l mjólk
300 g smjör
250 g flórsykur
1 til 3 tsk kardimommudropar
100 g þurrger
1 og ½ kg. hveiti
Sjóðið saman í potti, mjólk, smjör og flórsykur og kælið síðan niður í 37 gráður. Blandið saman við kardimommudropum.
Hellið vökvanum í hrærivél þar sem hveiti og þurrger er fyrir.
Hrærið saman í vél í ca 10 til 12 mínútur.
Deigið er frekar blautt. (Gott að hafa smá vatn á höndunum þegar kúlur er mótaðar.
Mótið kúlur ca. 30 stk gerið holu í miðjuna og setjið gula kremið (vanillukremið) í og látið hefast í klukkutíma.
Bakið í ca. 7 til 8 mínútur á 250°C (Ég hef með blæstri hitann á 220 til 230°C)
Vanillukrem
2 eggjarauður
1 msk maiziena mjöl
3 msk sykur
3 tsk vanilllusykur
2 dl af mjólk.
Þeytið saman eggjarauður, maizenna, sykur og vanillusykur.
HitIÐ mjólkina að suðu og hellið síðan mjólkinni í smá, skömmtum yfir eggjahræruna á meðan hrært er. Síðan er allt sett í pott og látið sjóða í ca 5 til 6 mínútur en munið að hræra allan tímann þangað til eggjahræran þykknar. Kælið aðeins.
Glassúr
1 eggjahvíta
300 g flórsykur, ca
Vanillusykur 1 til 2 tsk
Vatn
Allt þeytt vel saman. Glassúr settur hringinn í kringum gula kremið og síðan er kókósmjöli eða ristuðum möndluflögum stráð á glassúrinn.
— BOLLUR — VANILLUKREM — GLASSÚR — NOREGUR — ÍSAFJÖRÐUR —
.