Saltkaramellu- og Crème brûlée skyrtertur
Það er frábært að henda í skyrtertur þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Sérstaklega á heimilum þar sem alltaf er til skyr 😊
Í sumarvinnu minni í Breiðdalnum galdraði Laufey Helga fram þessar undurgóðu skyrtertur sem starfsfólkið gerði góð skil.
— SKYRTERTUR — BREIÐDALUR — ÍSLENSKT — TERTUR —
.
Crème brûlée skyrterta
Botn:
1,5-2 pakkar Hraunbitar
Bitarnir saxaðir smátt og settir í það form sem á að bera kökuna fram í
Skyrblanda:
1 stór dós Crème brûlée skyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að skreyta tertuna með ferskum berjum eða því sem hugurinn girnist 😊
Saltkaramellu skyrterta
Botn:
1 pakki haustkex
150 gr brætt smjör
Kexið mulið og blandað saman við smjörið. Þjappað í botn á því formi sem þú kýst að nota og bera kökuna fram í.
Skyrblanda:
1 stór dós saltkaramelluskyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að setja karamellusósu yfir áður en hún er borin fram, einhver ber eða það sem hugurinn girnist 😊
— SKYRTERTUR — BREIÐDALUR — ÍSLENSKT — TERTUR —
.