Saltkaramellu- og Créme brulée skyrtertur

Hraun hraunbitar skyrterta skyrtertur Saltkaramellu- og Créme brulée skyrtertur breiðdalur bláklukkum og fjólum bláklukka fjóla
Laufey með Crème brûlée- og Saltkaramelluskyrterturnar. Við hliðina á henni eru Adam og Lovely.

Saltkaramellu- og Crème brûlée skyrtertur

Það er frábært að henda í skyrtertur þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Sérstaklega á heimilum þar sem alltaf er til skyr 😊

Í sumarvinnu minni í Breiðdalnum galdraði Laufey Helga fram þessar undurgóðu skyrtertur sem starfsfólkið gerði góð skil.

SKYRTERTURBREIÐDALURÍSLENSKTTERTUR

.

Cat, Andy og Adam
Créme brulée skyrterta
Crème brûlée skyrterta skreytt með bláklukkum og fjólum

Crème brûlée skyrterta

Botn:
1,5-2 pakkar Hraunbitar
Bitarnir saxaðir smátt og settir í það form sem á að bera kökuna fram í

Skyrblanda:
1 stór dós Crème brûlée skyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að skreyta tertuna með ferskum berjum eða því sem hugurinn girnist 😊

Saltkaramellu skyrterta

Saltkaramellu skyrterta

Botn:
1 pakki haustkex
150 gr brætt smjör
Kexið mulið og blandað saman við smjörið. Þjappað í botn á því formi sem þú kýst að nota og bera kökuna fram í.

Skyrblanda:
1 stór dós saltkaramelluskyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að setja karamellusósu yfir áður en hún er borin fram, einhver ber eða það sem hugurinn girnist 😊

SKYRTERTURBREIÐDALURÍSLENSKTTERTUR

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.