Saltkaramellu- og Créme brulée skyrtertur

Hraun hraunbitar skyrterta skyrtertur Saltkaramellu- og Créme brulée skyrtertur breiðdalur bláklukkum og fjólum bláklukka fjóla
Laufey með Crème brûlée- og Saltkaramelluskyrterturnar. Við hliðina á henni eru Adam og Lovely.

Saltkaramellu- og Crème brûlée skyrtertur

Það er frábært að henda í skyrtertur þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Sérstaklega á heimilum þar sem alltaf er til skyr 😊

Í sumarvinnu minni í Breiðdalnum galdraði Laufey Helga fram þessar undurgóðu skyrtertur sem starfsfólkið gerði góð skil.

SKYRTERTURBREIÐDALURÍSLENSKTTERTUR

.

Cat, Andy og Adam
Créme brulée skyrterta
Crème brûlée skyrterta skreytt með bláklukkum og fjólum

Crème brûlée skyrterta

Botn:
1,5-2 pakkar Hraunbitar
Bitarnir saxaðir smátt og settir í það form sem á að bera kökuna fram í

Skyrblanda:
1 stór dós Crème brûlée skyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að skreyta tertuna með ferskum berjum eða því sem hugurinn girnist 😊

Saltkaramellu skyrterta

Saltkaramellu skyrterta

Botn:
1 pakki haustkex
150 gr brætt smjör
Kexið mulið og blandað saman við smjörið. Þjappað í botn á því formi sem þú kýst að nota og bera kökuna fram í.

Skyrblanda:
1 stór dós saltkaramelluskyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að setja karamellusósu yfir áður en hún er borin fram, einhver ber eða það sem hugurinn girnist 😊

SKYRTERTURBREIÐDALURÍSLENSKTTERTUR

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Valhnetu- og sveppapaté

pate

Valhnetu- og sveppapaté. Verst að maður á svo erfitt með að hætta að borða patéið og þess vegna er ekki verra að tvöfalda uppskriftina, enda allt í lagi að gúffa í sig...

Hollustusalat allra tíma – hörkusalat

Hollustusalat allra tíma. Við erum það sem við borðum er stundum sagt. Hollt og gott salat með laxi, bláberjum, avókadó, valhnetum, grænkáli, chia og góðri olíu er eitthvað sem gerir okkur gott - mjög gott. Munum að líkaminn þarfnast fitu, góðrar hollrar fitu. Þar sem olíur innihalda mismikið magn af nauðsynlegum fitusýrum er gott að eiga og nota nokkrar olíutegundir til skiptis frekar en að nota alltaf sömu olíuna. Basískt, fituríkt og litfagurt salat sem á alltaf við.

SaveSave