Saltkaramellu- og Créme brulée skyrtertur

Hraun hraunbitar skyrterta skyrtertur Saltkaramellu- og Créme brulée skyrtertur breiðdalur bláklukkum og fjólum bláklukka fjóla
Laufey með Crème brûlée- og Saltkaramelluskyrterturnar. Við hliðina á henni eru Adam og Lovely.

Saltkaramellu- og Crème brûlée skyrtertur

Það er frábært að henda í skyrtertur þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara. Sérstaklega á heimilum þar sem alltaf er til skyr 😊

Í sumarvinnu minni í Breiðdalnum galdraði Laufey Helga fram þessar undurgóðu skyrtertur sem starfsfólkið gerði góð skil.

SKYRTERTURBREIÐDALURÍSLENSKTTERTUR

.

Cat, Andy og Adam
Créme brulée skyrterta
Crème brûlée skyrterta skreytt með bláklukkum og fjólum

Crème brûlée skyrterta

Botn:
1,5-2 pakkar Hraunbitar
Bitarnir saxaðir smátt og settir í það form sem á að bera kökuna fram í

Skyrblanda:
1 stór dós Crème brûlée skyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að skreyta tertuna með ferskum berjum eða því sem hugurinn girnist 😊

Saltkaramellu skyrterta

Saltkaramellu skyrterta

Botn:
1 pakki haustkex
150 gr brætt smjör
Kexið mulið og blandað saman við smjörið. Þjappað í botn á því formi sem þú kýst að nota og bera kökuna fram í.

Skyrblanda:
1 stór dós saltkaramelluskyr
1 dl flórsykur (má minnka ef vill)
1 peli rjómi (250ml), þeyttur
Flórsykur og skyr hrært saman og blandað við þeyttan rjómann.
Skyrblandan er sett ofan á kexið og kakan geymd í kæli.
Gott er að setja karamellusósu yfir áður en hún er borin fram, einhver ber eða það sem hugurinn girnist 😊

SKYRTERTURBREIÐDALURÍSLENSKTTERTUR

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabarbaraskyr með lakkrís

Rabarbaraskyr með lakkrís. Björg Þórsdóttir bauð í steiktan þorsk í kókosraspi með eplum og banönum um daginn og var með ótrúlega góðan skyrrétt á eftir með hrálakkrísdufti sem hún stráði yfir.

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna – mögnuð áhrif cayennepipars

Ódauðleiki eða krydd í tilveruna. Áhrif cayennepipars eru fjölmörg og alveg mögnuð eins og hér kemur fram í grein sem Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur skrifar. Þar vísar hún í fjölmargar rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum cayennepipars

Marokkósk appelsínukaka með apríkósum – algjörlega trufluð kaka

Marokkósk appelsínukaka með apríkósum.  Björk Jónsdóttir er af mörgum kunn fyrir tertur sínar og annað kaffimeðlæti. Hún hefur oft komið við sögu á þessu bloggi, hefur oftar en ekki átt uppskriftir á árlegu listunum yfir vinsælustu uppskriftirnar. Má þar nefna Kókosbolludraum og Sítrónuböku með ferskum berjum