Ananas í ofni

Ananas í ofni anna sigga helgadóttir söngkona anna sigríður helgadóttir ítalía ananassneiðar eftirréttur kaffimeðlæti möndluflögur
Ananas í ofni. Anna Sigga með eftirréttinn góða og heimilishundurinn Lukka fylgist spennt með.

Ananas í ofni

Anna Sigga Helgadóttir söngkona á eina vinsælustu uppskrift á þessari síðu, ÞESSA HÉR. Hún segist eiga erfitt með að fylgja uppskriftum og vilji gera uppskriftir að sínum. Þessi ananaseftirréttur minnir Önnu Siggu á námsárin hennar á Ítalíu þó uppskriftin sé ekki ítölsk.

ANANASANNA SIGGAEFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

 

Ananas í ofni

Ananas í ofni

1 ds ananas í sneiðum

100 gr smjör
2 msk. hveiti
2 msk. rjómi
1 dl. sykur
1 poki möndluflögur

Smjör, hveiti, rjómi og sykur er hitað saman í potti. Þá er þetta sett ofan á ananashringi sem búið er að setja í eldfast mót eða á bökunarplötu (með smjörpappír) og möndluflögunum dreift yfir. Að lokum er þetta sett inn í ofn á ca 175°C og bakað í 20 mínútur.

Eftirrétturinn á leið í ofninn
Ananas í ofni

ANANASANNA SIGGAEFTIRRÉTTIRKAFFIMEÐLÆTI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.