
Ananas í ofni
Anna Sigga Helgadóttir söngkona á eina vinsælustu uppskrift á þessari síðu, ÞESSA HÉR. Hún segist eiga erfitt með að fylgja uppskriftum og vilji gera uppskriftir að sínum. Þessi ananaseftirréttur minnir Önnu Siggu á námsárin hennar á Ítalíu þó uppskriftin sé ekki ítölsk.
— ANANAS — ANNA SIGGA — EFTIRRÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI —
.

Ananas í ofni
1 ds ananas í sneiðum
100 gr smjör
2 msk. hveiti
2 msk. rjómi
1 dl. sykur
1 poki möndluflögur
Smjör, hveiti, rjómi og sykur er hitað saman í potti. Þá er þetta sett ofan á ananashringi sem búið er að setja í eldfast mót eða á bökunarplötu (með smjörpappír) og möndluflögunum dreift yfir. Að lokum er þetta sett inn í ofn á ca 175°C og bakað í 20 mínútur.


— ANANAS — ANNA SIGGA — EFTIRRÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI —
.