
Bakaðar kartöflur með beikoni og osti
— KARTÖFLUR — BEIKON — GRÆNMETI —
.

Bakaðar kartöflur með beikoni og osti
5-6 bökunarkartöflur
Lítill pakki af beikoni
1 lítill laukur
3 hvítlauksrif
1 askja sveppir
1 b saxaður vorlaukur/blaðlaukur
1 askja smurostur
Mozzarella ostur
Bakið kartöflur. Steikið beikon stökkt og setjið á disk. Steikið niðurskorinn lauk og vorlauk á pönnunni nokkrar mínútur, bætið við smátt skornum hvítlauk, síðast sveppum. Setjið beikon út í og bræðið smurostinn saman við.
Skerið kartöflur í tvennt, skafið innan úr þeim, maukið og blandið saman við fyllinguna. Leggið mozzarella ost neðst, þá fyllingu og efst mozzarella. Setjið í ofninn þar til osturinn hefur tekið á sig lit.
— KARTÖFLUR — BEIKON — GRÆNMETI —
.