Bakaðar kartöflur með beikoni og osti

Bakaðar kartöflur með beikoni bökunarkartöflur
Bakaðar kartöflur með beikoni

 

Bakaðar kartöflur með beikoni og osti

Þessar dásamlegu fylltu kartöflur eru fullkomnar sem aðalréttur eða meðlæti. Bakaðar kartöflur eru fylltar með stökku beikoni, lauk, hvítlauk, sveppum og blaðlauk. Rjómaostur og mozzarella, sem bráðnar saman í ljúffengri blöndu.

KARTÖFLURBEIKONGRÆNMETI

.

Bakaðar kartöflur með beikoni og osti

Bakaðar kartöflur með beikoni og osti

5-6 bökunarkartöflur
Lítill pakki af beikoni
1 lítill laukur
3 hvítlauksrif
1 askja sveppir
1 b saxaður vorlaukur/blaðlaukur
1 askja smurostur
Mozzarella ostur

Bakið kartöflur. Steikið beikon stökkt og setjið á disk. Steikið niðurskorinn lauk og vorlauk á pönnunni nokkrar mínútur, bætið við smátt skornum hvítlauk, síðast sveppum. Setjið beikon út í og bræðið smurostinn saman við.

Skerið kartöflur í tvennt, skafið innan úr þeim, maukið og blandið saman við fyllinguna. Leggið mozzarella ost neðst, þá fyllingu og efst mozzarella. Setjið í ofninn þar til osturinn hefur tekið á sig lit.

KARTÖFLURBEIKONGRÆNMETI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki